Brimborg frumsýnir Mazda CX 30 á laugardaginn
Brimborg frumsýnir glænýjan og ríkulega búin Mazda CX-30 með nýrri M-Hybrid tækni í Reykjavík og á Akureyri laugardaginn 14. september kl. 12-16.
Mazda þróaði CX-30 með Evrópu í huga sem lykilmarkað og bíllinn er markaðssettur þar á undan öðrum landssvæðum. CX-30 var frumsýndur á alþjóðlegur bílasýningunni í Genf í mars á þessu ári.
Naohito Saga, sem stjórnaði hönnun á CX-30, sagði að Mazda hefði framkvæmt umfangsmiklar rannsóknir á borgarakstri í Evrópu til að sníða bílinn að staðbundnum smekk og þörfum. Í flokki „crossover“-bíla og jeppa frá Mazda fellur CX-30 á milli CX-5, meðalstóra sportjeppans og CX-3, litla sportjeppans, sem eru tveir söluhæstu bílar fyrirtækisins í Evrópu.
Lengdin er 4395 mm, sem gerir CX-30 120 mm lengri en CX-3 og 155 mm styttri en CX-5. Sportjeppinn hefur verið hannaður til að vera í réttri stærð fyrir borgarakstur og bílastæði, að því er fram kemur af hálfu Mazda. Útlitið hefur einnig verið hannað með alþjóðlegan viðskiptavinahóp í huga. Hæð bílsins og staða sæta gerir fólki í öllum stærðum kleift að komast auðveldlega inn og út. Mikil vinna hefur verið lögð í að hámarka akstursstöðu til að auka þægindi og draga úr þreytu.
M Hybrid – spartækni Mazda
Þessi nýi CX-30 kemur með M Hybrid tækni Mazda sem skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana. Samkvæmt upplýsingum frá Mazda er M-Hybrid kerfið alsjálfvirkt en það nýtir hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtist þegar á meira rafmagni þarf á að halda eins og t.d við að ná aukni afli við upptak.
Með því að nýta þessa orku þarf vélin ekki að framleiða eins mikið rafmagn og því sparast eldsneyti. SKYACTIV – G bensínvélin skilar lágum eyðslutölum fyrir bíl í þessum stærðarflokki þökk sé SKYACTIV spartækni Mazda.
SKYACTIV vél Mazda CX-30 getur einnig slökkt á einum eða fleiri strokkum í vélinni til að spara eldsneyti, hún er hönnuð til að skila krafti, framúrskarandi afköstum og stjórnun. SKYACTIV-G 2,0 lítra bensínvélin er með hátt þjöppunarhlutfall eða 13:1 sem leiðir til minni losunar mengandi efna og betri eldsneytisnýtingu.
?
Umræður um þessa grein