Brimborg og BL hafa gefið út tilkynningar varðandi umfjallanir undanfarinna daga í fjölmiðlum um vatnstjón á rafbílum. Það hafa reyndar tryggingafélög einnig gert en óvissa hefur verið um tjón á rafhlöðum hjá sumum tryggingafélögunum.
Í vikunni hefur mikið verið fjallað um Tesla bifreið sem tjónaðist talsvert við akstur í vatni. Þetta vekur rafbílaeigendur að sjálfsögðu til umhugsunar og hér á eftir má lesa tilkynningar frá tveimur stórum bílaumboðum á Íslandi varðandi rafmagnsbíla og akstur í vatni.
BL áréttar að mikilvægt sé að vanda val á viðgerðaraðilum
- BL er eini aðilinn hérlendis sem BMW, MINI, Jaguar og Land Rover viðurkenna þegar um ábyrgðartjón er að ræða.
- Röng viðgerð getur skert öryggi bílsins verulega.
- Rangt verklag í viðgerðum bíla getur verið grafalvarlegt mál þegar um líf og heilsu fólks í umferðinni er að tefla.
BL ehf. er umboðsaðili fyrir tólf fólksbílaframleiðendur og rekur fyrirtækið eitt tæknilega fullkomnasta verkstæði landsins á sviði vottaðra tjónaviðgerða, þar á meðal fyrir bíla sem byggðir eru úr áli og koltrefjum.
Tjónaverkstæði BL er til að mynda það eina hérlendis sem BMW, MINI, Jaguar og Land Rover viðurkenna þegar um ábyrgðartjón er að ræða.
Röng viðgerð getur skert öryggi bílsins verulega
Ný, léttari, sterkari og margflóknari smíðaefni sem bílaframleiðendur nýta í takt við stöðuga tækniþróun og uppfinningar hafa leitt til sérhæfðari menntunar sérfræðinga sem annast tjónaviðgerðir á yfirbyggingum og burðarvirkjum nýrra og nýlegra bíla. Í þeim efnum má engu skeika svo varðveita megi upprunalegt öryggi bílsins í þágu ökumanns og farþega að lokinni viðgerð. Röng vinnubrögð geta auðveldlega stefnt lífi fólks í umferðinni í hættu.
Tjón á rafbílum
Þegar kemur að tjóni á rafbílum þá kemur fram í ábyrgðarskilmálum framleiðanda að ef bíll hefur fengið á sig það þungt högg að loftpúðakerfi virkjast getur rafhlaðan hafa skemmst, jafnvel varanlega.
Í slíkum tilfellum gerir framleiðandi kröfu um að sellum eða rafhlöðunni í heild sé skipt út sem hluti af tjónaviðgerð.
BL fylgir þessum fyrirmælum framleiðenda rafbíla í hvívetna þegar kemur að tjónaviðgerðum og fylgir nauðsynlegum verkferlum til að tryggja öryggi farþega í rafbílnum til framtíðar.
Ekkert verkstæði sem ekki hefur vottaða fagþekkingu í viðgerð rafbíla ætti að framkvæma tjónaviðgerð á þeim þar sem nauðsynlegt er að fylgja nákvæmum leiðbeiningum.
Þetta varðar réttingu og ekki síður málun þar sem rangt hitastig getur haft áhrif á rafleiðnivökva rafhlaðna og valdið tjóni á þeim.
Mikilvægt að vanda valið
Vegna þeirrar hröðu þróunar sem orðið hefur í hönnun og framleiðslu bíla og vegna sífellt strangari öryggiskrafna af hálfu eftirlitsstofnana, er nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr að bílaeigendur vandi val sitt þegar kemur að tjónaviðgerðum.
Því miður eru þess allmörg dæmi um að inn á gólf réttingaverkstæðis BL hafi komið nýlegir bílar með verulega skert burðarvirki eftir rangar tjónaviðgerðir auk þess sem misbrestur er á því meðal viðgerðaraðila að fyrirmælum framleiðenda rafbíla sé fylgt hvað varðar rafhlöður. Rangt verklag í viðgerðum bíla getur verið grafalvarlegt mál þegar um líf og heilsu fólks í umferðinni er að tefla.
Snertilaus þjónusta og tímabókanir
Viðskiptavinir BL geta bókað tíma í tjónaskoðun á vefnum þegar þeim hentar.
Engin vatnstjón á rafbílum frá Brimborg
Í ljósi mikillar umræðu og fjölda fyrirspurna viðskiptavina Brimborgar vegna vatnstjóna á rafbílum vill Brimborg koma eftirfarandi á framfæri.
Brimborg er umboðsaðili 7 bílaframleiðanda sem allir bjóða upp á rafbíla. Frá upphafi hafa verið nýskráðir hér á landi 1009 rafbílar, nýir og notaðir frá þessum bílaframleiðendum.
Engar tilkynningar hafa borist Brimborg um vatnstjón á þessum rafbílum né hafa rafbílar komið inn á þjónustuverkstæði Brimborgar vegna vatnstjóns.
Rafbílar sem Brimborg býður til sölu eru prófaðir samkvæmt ströngustu kröfum og íhlutir eru hannaðir til að standast útsetningu fyrir vatni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum IP67.
Nánar tiltekið mun drifrafhlaðan, rafmótorar og raflagnir þola útsetningu fyrir vatni, í takmarkaðan tíma, á meðan ekið er í gegnum grunnt standandi vatn, til dæmis í kjölfar flóðs eða mikillar rigningar.
Hins vegar, ef ökutækið er skilið eftir í kyrrstöðu í vatni, er mælt með því að ökutækið sé þurrkað og það skoðað af viðurkenndum þjónustuaðila áður en það er tekið í notkun aftur.
Brimborg býður 5 ára – 7 ára ábyrgð á rafbílum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu rafbíla ef bilun verður í bíl sem rekja má til framleiðslugalla bílsins.
Almennt um akstur í vatni og vaðdýpt bíla
Akstur í vatni þarf alltaf að fara fram með mikilli varúð óháð því hver orkugjafi bílsins er, hvort sem um er að ræða akstur yfir ár, stöðuvatn eða í gegnum vatnselg. Til að draga úr hættu á tjóni þegar ekið er í gegnum vatn skal hafa eftirfarandi að leiðarljósi:
- Leyfð vaðdýpt bílsins skiptir máli og er mismunandi eftir bílgerðum en oft er miðað við að vatn fari ekki upp fyrir síls bílsins. Það þýðir að vatnshæð má ekki vera hærri en gólf bílsins sem er mismunandi eftir veghæð bílsins.
- Ef mögulegt er, athugaðu dýpið á dýpsta stað áður en þú ekur í gegnum vatnið. Gæta skal sérstakrar varúðar þegar ekið er yfir ár.
- Miðaðu akstur í vatni við gönguhraða.
- Miðaðu akstur í vatni við gönguhraða.
- Ekki stöðva bílinn í vatni. Keyrðu varlega áfram eða bakkaðu bílnum strax aftur upp úr vatninu.
- Mundu að öldur sem myndast af umferð á móti geta farið upp fyrir gólfið í bílnum.
- Forðastu að aka í gegnum saltvatn (tæringarhætta).
Eftir að ekið hefur verið í gegnum vatn skal stíga létt á bremsufetil til að athuga hvort full bremsuvirkni sé til staðar. Vatn og leðja sest á bremsubúnað sem getur valdið takmarkaðri bremsuvirkni en bremsubúnaðurinn hreinsar sig við hemlun.
Um Brimborg
Brimborg er umboðsaðili fyrir Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Opel, Citroën og Peugeot hefur starfað í bílgreininni í 58 ár eða síðan 1964. Hjá félaginu starfa 230 manns sem hafa áratuga reynslu í bílgreininni. Margvíslegar upplýsingar um rafbíla er að finna á rafbílavef Brimborgar.
Nánari upplýsingar má fá á þjónustuborði Brimborgar í gegnum netfangið brimborg@brimborg.is, netspjall á www.brimborg.is eða í gegnum síma 5157000.
Umræður um þessa grein