Askja frumsýnir nýjan GLC
Nýr GLC frá Mercedes-Benz verður frumsýndur á laugardaginn næstkomandi í nýjum og glæsilegum sýningarsal Mercedes-Benz á Krókhálsi 11 milli klukkan 12-16.
GLC er ein vinsælasta gerð Mercedes-Benz frá upphafi og er nú kominn til landsins enn öflugri, stærri og rúmbetri en áður.
Með allt að 122 kílómetra drægni á hverri hleðslu er hann með eina mestu drægni nokkurs tengiltvinnsbíls á markaði í dag.
Fyrir þá sem vilja aflmikinn og sparneytinn sportjeppa er GLC klár í hvaða aðstæður sem er.
Hann er með allt að 2.000 kg. dráttargetu og 19 cm. vegfrí hæð og því fullkominn ferðafélagi í íslenskum aðstæðum.
Það verður nóg um að vera á Krókhálsi á laugardag.
Auk frumsýningar GLC verður Rafbílasýning Kia haldin á sama tíma og því greinilegt að straumurinn liggur í Öskju þessa helgina.
(fréttatilkynning frá Öskju)
Umræður um þessa grein