Árleg Jeppasýning Toyota í Kauptúni
Árleg Jeppasýning Toyota í Kauptúni verður haldin á morgun, laugardaginn 18. mars. Opið verður frá kl. 12 – 16 og þá gefst gestum kostur á að sjá allt það helsta sem Toyota hefur upp á að bjóða í jeppum og sportjeppum.
Á sýningunni verða fjórhjóladrifsbílar allt frá Yaris Cross og Corolla Cross en einnig stærri sportjepparnir, RAV4 og Highlander og svo að sjálfsögðu foringjar ferðabílanna og kóngarnir meðal fjallajeppanna, Hilux og Land Cruiser.
Þá er ótalinn rafmagnsbíllinn bZ4X sem gefur jeppunum lítið eftir í torfæruhæfileikum enda fáanlegur með hinu magnaða X-mode drifi.
Á sýningunni verður úrval breyttra jeppa frá Arctic Trucks, útilegubúnaður á bíla frá iKamper, kerrur og annar ferðabúnaður frá Bílanaust og fjórhjól og önnur tæki frá Ellingsen.
Jeppasýning Toyota Kauptúni er tilvalið tækifæri til að sjá allt það nýjasta í jeppum og sportjeppum og þeim búnaði sem gerir jeppaferðina enn þá skemmtilegri og sumarið eftirminnilegt.
(fréttatilkynning frá Toyota)
Umræður um þessa grein