19 rafmagnaðar gerðir bíla hjá Brimborg
Brimborg býður frá þeim fimm bílaframleiðendum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir 19 gerðir rafmagnaðra, hlaðanlegra bíla. Um er að ræða 100% hreina rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla (Plug-In Hybrid) sem henta mismunandi þörfum Íslendinga.
Brimborg er í forystu þegar kemur að úrvali rafmagnaðra bíla. Brimborg hefur nú þegar frumsýnt eða sett í forsölu rafmagns- og tengiltvinnbíla í vefsýningarsal sínum. Í vefsýningarsalnum finnur þú ítarlegar upplýsingar um allar gerðir nýrra bíla frá Brimborg sem eru á lager eða eru í pöntun frá Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot. Þar er opið allan sólarhringinn alla daga ársins.
Meðfylgjandi myndir eru af:
Volvo XC90 fjórhjóladrifinn Plug-in Hybrid jeppi
Þetta er þróun lúxusjeppans. 7 sæta og 390 hestafla tengiltvinnjeppi með 44 km rafmagnsdrægni sem dugar í allt daglegt amstur. Með þremur akstursstillingum sem þú getur valið um geturðu farið í gegnum daginn með núll útblástur í hreinni rafmagnsstillingu (Pure Electric Mode), brunað í gegnum hann í raforkuham (Power Mode) eða hámarkað skilvirkni og möguleika með tvinnstillingu (Hybrid Mode). Verð frá 10.590.000 kr.
Peugeot 3008 SUV PHEV fjórhjóladrifinn Plug-in Hybrid jeppi – Frumsýndur 1. febrúar
Glænýr Peugeot 3008 SUV PHEV langdrægur 225 eða 300 hestafla tengiltvinnjeppi frá Peugeot með allt að 59 km drægni á 100% rafmagni. Verð frá 5.230.000 kr. Fáanlegur bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn.
Peugeot e-208 100% rafmagn – Frumsýndur 15. febrúar
Glænýr Peugeot e-208 rafbíll með allt að 340 km drægni. Stökktu inn í næstu kynslóð af tækni. 80% hraðhleðsla á innan við 30 mínútum. Verð frá 3.790.000 kr. Fáanlegur í bensín-, dísil- og rafmagnsútfærslu.
Ford Explorer AWD PHEV fjórhjóladrifinn Plug-in Hybrid jeppi – Frumsýndur í apríl
Rafmagnaður, rúmgóður, sjö sæta, fjórhjóladrifinn, 457 hestafla tengiltvinnjeppi. Nægt rafmagn í 42 km sem dugar í allt daglegt amstur. Verð frá 10.990.000 kr.
Upplýsingar um fleiri rafmagnaða bíla hér í frétt Brimborgar
Umræður um þessa grein