Smart getur virkað mjög stór í samanburði við mörg þau bílkríli sem framleidd hafa verið í gegnum tíðina. Lítum á nokkra agnarsmáa bíla og byrjum bíltúrinn á eyjunni Mön, eða Isle of Man, því þaðan kemur nefnilega Peel Trident!
Peel Trident 1965 – 1966
Þessi bíll er svo lítill að Smart virðist í fullri stærð við hliðina á honum. Þríhjólabíllinn Trident er farartæki fyrir einn, eins og gefur að skilja þegar myndir og mál eru skoðuð. Var hann þó í upphafi hugsaður sem tveggja manna farartæki.
99 sentímetra breiður og 185 sentímetra langur var hann og hvert eintak handsmíðað. Ekki voru smíðuð nema 46 kríli af gerðinni Peel Trident og las ég einhvers staðar að árið 2011 hefðu einungis 15 þeirra enn verið til.
49 cc vélin skilaði 4,2 hestöflum en af myndböndum að dæma finnst manni bílkrílið nú fara furðulega hratt.
Smart virðist risastór í samanburði (athugið að myndband í betri gæðum er neðar í greininni en þar er Trident aðalatriðið):
? Zündapp Janus 1957 – 1958
?
Hér er meira af hinum agnarsmáa Trident sem fjallað var um í upphafi greinar. Gæði myndbandsins eru nú skömminni skárri en í hinu!
Margt leit dagsins ljós en varð ekki endilega vinsælt. Hér eru nokkrar auglýsingar:
Umræður um þessa grein