„Jæja, á nú að selja fólki ryðgað hrúgald á hjólum?“ Þetta hugsaði ég þegar Ford Panel trukkur frá árinu 1959 tróð sér á tölvuskjáinn. En ekki er allt sem sýnist.
„Það er alla vega teppi aftur í honum,“ hélt kjaftaskúmurinn í kollinum á mér áfram að röfla. En þegar betur er að gáð er bíllinn ekki ónýtur. Nei, hann á að vera svona. Hann er með 350 V8 vél og ég veit ekki hvað og hvað.
Jú og svo er teppi aftur í honum.
Hann er til sölu í Bandaríkjunum og kostar um 3 milljónir króna eða 22.500 dollara.
Hér eru nokkrar myndir fengnar af sölusíðunni og auk þess tvö myndbönd af „þeim ryðgaða“.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein