Ótrúlega vel með farinn
190SL var framleiddur frá maí 1955 til febrúar 1963. Bíllinn var kynntur á bílasýningunni í New York árið 1954. Þá strax var bíllinn boðinn með lausum harðtoppi.
190SL var kynntur sem valkostur á móti 300SL bílnum og deildi með honum grunnhönnun, fjöðrun og vél.
Reyndar upplýsti Mercedes ekki hvað SL þýddi þegar bíllinn var kynntur.


Léttur og skemmtilegur
Þessi var kallaður „Stuttgart Sport Tourer”. Glæsilegur fulltrúi sjöunda áratugarins í þýskri sportbílasögu.
Hann er staðsettur í Bandaríkjunum um þessar mundir og er til sölu.
Og það sem meira er að síðasta boð stendur í 55 þúsund dollurum en það eru ennþá 7 dagar og 23 klukkutímar eftir af uppboðstímanum þegar þetta er skrifað.
.jpg)

Nánast ókeyrður
Bíllinn er ekki ekinn nema um 67 þúsund mílur af aðeins tveimur eigendum frá uppafi. Benzinn er allur „original”, innrétting, sæti og boddý.
Aðeins 3.792 bílar voru framleiddir árið 1961 en þessi SL Class er þeirrar árgerðar.
Þetta er að sjálfsögðu bílskúrsbíll og alveg laus við ryð, segir í sölululýsingu.


Það hefur ekkert verið átt við grind bílsins og því má leiða getur að því að hann hafi ekki lent í neinum stórum óhöppum á líftímanum.
Upphaflega er bíllinn keyptur í Kaliforníu og eins hefur verið í eigu tveggja einstaklinga eins og áður sagði.



Snöggur og lipur
SL bíllinn er með 1,9 lítra SOHC, fjögurra strokka línuvél sem mælist um 120 hestöfl. Ný svona vél átti að toga um 114 lb-ft skv. upplýsingum frá Mercedes-Benz.
Bíllinn er beinskiptur og gírar sagðir liprir og þægilegir og kassinn skipti óaðfinnanlega. Ótrúlega þýður gangur í vel og bíllinn reykir ekkert.


Það eru fáar rispur á lakki en það hefur ekki verið gert neitt við lakkið frá upphafi – semsagt ósnert að sögn seljanda.
Enginn vatnsleki, ekkert ryð og engar viðgerðir tengdar því á líftímanum – geta menn bara trúað slíku? Af myndum að sjá er ekki annað hægt en að trúa þessu. Króm er í ótrúlega góðu ástandi og allt gler í bílnum einnig.
Allur bíllinn er mjög hreinn, bæði undirvagn og boddý.


55.000 dollarar
Leður á sætum er í þokkalegu standi en talsvert hrukkað og rispað eftir áratuga notkun. Teppi eru upphafleg og í góðu ástandi, harðtoppurinn einnig.
Ekkert vantar í bílinn að innan – allir hlutir sem komu með bílnum eru enn virkir og á sínum stað.




Umræður um þessa grein