Gleymdur gullmoli
Jagúar E-Type er af mörgum talinn einn fallegast bíll sem smíðaður hefur verið. Það á kannski helst við um fyrstu kynslóðina, Series 1 bílinn.
Þó svo að það sé mikill fjöldi Jagúar E-Type, Series 1 sem hafa verið gerðir upp getur varla verið að það séu til margir svo vel varðveittir eins og þessi Roadster árgerð 1965 en hann mun verða boðinn upp í næsta mánuði.


Allt upprunalegt
Þessi E-Type kom á götuna kolsvartur og með svartri innréttingu. Hann var seldur nýr til Ronald Goldstein frá East Longmeadow, Massachusetts.
Bíllinn hefur tilheyrt sömu fjölskyldunni frá upphafi en verið í geymslu síðan 1972. Hann er ekinn rétt rúmlea 13 þús. kílómetra.


Ótrúlega heill
Bíllinn hefur verið ansi lengi í geymslu og ytra yfirborð hefur látið á sjá. Yfirborðsryð sést á stuðurum og plastglugginn í blæjunni er lítið eitt skýjaður.
Þar fyrir utan virðist bíllinn í góðu ásigkomulagi og sérstaklega innréttingin. Jagúarinn er búinn 4,2 lítra DOCH sex strokka línuvél með fjögurra gíra handskiptum gírkassa.
Lakkið er upphaflegt og hann er meira að segja á upprunalegu Dunlop hjólbörðunum.
Upprunalegt Blaupunkt útvarp, upprunaleg blæja, þjónustubók og ábyrðarskírteini og fleira.


Það má eiginlega segja að þessi bíll sé einn af einstökum perlum bílasögunnar. Það má alveg búast við að menn bjóði vel í gripinn.
En skyldi tilvonandi kaupandi skola af honum rykið og halda honum þannig algjörlega í upprunalegu formi eða smyrja á hann hreinsibóni? Hvort sem verður mun fegurð þessa Jagúars skína í gegn.

Byggt á grein Autoblog.
Umræður um þessa grein