Fyrst enginn er múrinn þarf Kaninn ekki múrbrjót eða margar skóflur til að komast yfir (eða undir) landamærin með fornbílana sína til uppgerðar. Málið er að það er mun ódýrara og svo segja menn að handbragðið sé með eindæmum gott og verkið unnið á nokkuð eðlilegum hraða.
Hér í meðfylgjandi myndbandi er maður sem fór með 1959 árgerðina af Chevy Impala yfir landamærin til Baja California og virðist sáttur við útkomuna eftir yfirhalninguna sem tók 6 mánuði.
Það er gott að fólk lendir ekki eingöngu í klandri á þessum slóðum eins og undirrituð gerði á sínum tíma – en það er önnur saga sem kannski verður sögð síðar!
Annað um fornbíla:
Að aka versta bíl í heimi
Slegist um gamlar Toyotur vestanhafs
Lauflétt Subaru 360 bitabox úr fortíðinni
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein