Þegar bresku hermennirnir trúðu því að vatnið gæti ekki frosið
Margar skemmtilegar bílasögur tengjast því þegar „alvöru“ bílaöld kom til Íslands á árum heimsstyrjaldarinnar 1940-1945.
Fyrstu kynni Íslendinga af „herbílum“ á stríðsárunum var þegar Bretarnir komu með sína bíla þegar þeir „hertóku“ landið 1940. Myndin sem er í bók Sigurðar Hreiðars, Saga bílsins á Íslandi 1904-2004, sýnir breska hermenn vera að skipa á land kanadískum CMP herbíl á fyrstu dögum „hernámsins“ í Reykjavík árið 1940.
Bretarnir staðsettu hermenn víða um land, þar sem þeir settu upp varðstöðvar, þar á meðal á Þingvöllum.
Þeir höfðu vetursetu þarna á Þingvöllum fyrsta veturinn og uppgötvuðu merkilega staðreynd: Þegar allt var komið á kaf í snjó og frost og kuldi herjaði á þá fraus vatnið í gjánum á Þingvöllum ekki (eins og sjá má á myndinni hér efst).
Þess vegna héldu blessaðir bresku dátarnir að vatnið þarna væri gætt einhverjum „undraeiginleika“ fyrst það fraus ekki. Þótt notkun á „frostlegi“ væri orðin staðreynd hjá hernum á þessum tíma og þegar hann vantaði þá gripu hermennirnir til þess ráðs að sækja vatn í eina af gjánum á Þingvöllum og settu á vatnskassana á herbílunum.
En þeir urðu síðan afar undrandi þegar þeir uppgötvuðu að það botnfraus um nóttina í bílvélinni, með tilheyrandi vandræðum.
Svona gat „náttúran“ villt mönnum sýn á þessum tíma!
Umræður um þessa grein