Stórkostleg kennslustund í dráttarvélarakstri
Hér er eitthvert það besta myndband sem ég hef séð af ökukennslu. Þetta er sannarlega mjög óhefðbundin ökukennsla þar sem kennarinn ekur dráttarvél og virðist varla ráða við tryllitækið og nemendurnir, hópur norskra kvenna, standa allt í kring og fylgjast með af óttablöndnum áhuga!
Já lesendur góðir, þetta er ektafínt frá Noregi. Fordson dráttavélin er á beltum og nýtur sín bæði í aðalhlutverki og aukahlutverki. Árið er 1940 og er kennarinn eins og í ótemjureið í villta tryllta vestrinu. Enginn virðist hafa hugmynd um hvað gerist næst!
Umræður um þessa grein