Þessi Renault 15TL kúpubakur árgerð 1973 er í toppstandi og er til sölu um þessar mundir. Bíllinn er í upprunalegu formi og aðeins ekinn um 29 þús. kílómetra. Renault þessi er með 1300 vél sem tengd er 4 gíra beinskiptingu. Mjög vel með farin innréttingin er í góðu ásigkomulagi og lakk upprunalegt.
Þessi Renault voru kúpubakar Renault 12 gerðarinnar. Eini munurinn útlitslega var náttla kúpulagið og ljósin.
Einnig var til Renault 17 gerð sem var þá með tveimur hringlaga ljósum í stað ferkantaðra á Renault 15 bílnum.
Varla er hægt að segja að þessir bílar séu smart í útliti en það er eitthvað við þá eins og marga Renault á þessum tíma.
Renault 15 og 17 voru framleiddir frá árinu 1971 til 1979 en þá fékk bíllinn heitið Renault Fuego sem þóttu smart bílar.
Renault kynnti bílana á Alþjóðlegu bílasýningunni í París árið 1971.
Renault 15 og 17 voru byggðir á undirvagni Renault 12 en vélin í sautján bílnum kom frá Renault 16 TS og skilaði sú vél um 107 hestöflum. Flest í bílnum var úr eldri gerðum Renault nema náttla útlitið.
Toppurinn í gengi þessa bíls náðist svo árið 1974 þegar bandaríska World Rally Championship var haldin í Michican.
Þar sigraði Jen-Luc Thérier á Renault 17 Gordini en í þriðja sæti var síðan Christian Deiferrer sem var á svipuðum bíl.
Ekki var þessi fákur snöggur upp eins og sagt er en tímaritið British Autocar reynsluók þessum bíl með 1300 cc vél í nóvember 1972. Þar var hann 13,6 sek. í hundrað kílómetra á klukkustund en það gerði bílinn að þeim hægasta í þessum flokki bíla.
Þeir sem bíllinn keppti við voru til dæmis Fiat 128, Vauxhall Viva og Ford Capri 1300.
Umræður um þessa grein