Hver man eftir þessum?
Mazda 818 eins og við Íslendingar þekktum hann framleiddur af Mazda í Japan á árunum 1971 til 1978. Þar var aðalnafn bílsins Mazda Grand Familia. Asíumegin á hnettinum var þessi bíll seldur sem Mazda 808 og í Bandaríkjunum sem Mazda RX-3 og þá með rotary vél.
Almennt var Mazda 818 með fjögurra strokka línuvél og við munum hann þannig hér á landi.
Tveggja dyra módelið af Mazda 818 var ansi flottur og vildu margir ungir bílstjórar eignast svoleiðis bíl enda sportlegur. Þá var í tísku að setja hvíta hringi, drullusokka að framan og aftan sem náðu upp á brettin og svo kannski krómhringi – það þótti gera bílinn nánast eins og hann væri á áflelgum.
Nú svo ef nota átti bílinn eitthvað úti á landi settu menn toppgrind á hann og svo grjótgrind til að verja ljósabúnaðinn.
Mazda 818 var hugsaður til að keppa við bíla eins og Toyota Corolla, Nissan Cherry og Mitsubishi Lancer sem allir voru þekkilegir bílar á þessum tíma.
Mazda 818 kom með þremur vélum, 1300, 1500 og aðeins seinna 1600 rúmsentimetra vélum. Hetstöflin voru í kringum 90 sem þótti bara ansi vel í lagt á þessum tíma. Hins vegar togaði vélin ekki nema um 130 Nm.
Bílaborg, Hverfisgötu 76 var með umboð fyrir Mazda á áttunda áratugnum og þeir auglýstu bílinn sem fjölskyldubíl sem ekki væri of lítill né heldur of stór.
Undirritaður man eftir þessum bíl sem fjögurra dyra stallbaki, tveggja dyra kúpubaki og fjögurra dyra skutbíl.
Í gegnum tíðina hafa eigendur breytt þessum bílum eins og svo mörgum öðrum japönskum smábílum en rotary vél Mazda hefur alltaf þótt spennandi í gegnum tíðina þó endingin hafi kannski ekki verið upp á sitt besta. Hún gaf ansi skemmtilegt hljóð.
Myndir: E&R Classic og fleiri vefsíður.
Umræður um þessa grein