Miklir ofurhugar komu hingað til lands sumarið 1981 og sýndu Íslendingum ótrúlegustu aksturslistir. Einn stökk á mótorhjóli yfir fimm bíla í einu og annar ók bíl á tveimur hjólum um allan Melavöllinn, en þar fór þessi merka sýning einmitt fram.
„Aðsókn að sýningunni var mjög góð og næst munu ökuþórarnir sýna listir sínar á Akureyri,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins þann 16. júní árið 1981. Myndirnar tók Gunnlaugur Ragnarsson en textahöfundar er ekki getið.
Kannast einhver við að hafa verið á sýningunni? Gaman væri að fá nánari lýsingu á þessum „góðaksturslistum“ eins og þær voru nefndar í Morgunblaðinu.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein