Fyrstu bílar frægustu bílaframleiðenda heims
Frá upphafinu – farið yfir uppruna meira en 50 bílaframleiðenda
eftir Richard Dredge hjá Auotocar
Fjórði hluti frá 1985 til 2008
Þegar hér var komið sögu voru flestir bílaframleiðendur búnir að finna sinn farveg, en sumir reyndu þó að koma fram með „flottari“ og betur búnar gerðir, og þá var þessum nýju „gerðum“ fundin ný nöfn.
Saturn (1985)
Saturn kom á markað árið 1985 og var hugmynd GM um hvernig byltingarkenndur nýr lítill bíll ætti að vera. Upphafleg hugmynd var að selja Saturn gerðir undir núverandi GM vörumerki, en áætluninni var breytt; árið 1990 voru fyrstu gerðirnar komnar í sölu, fyrsti bíllinn var 1,9 lítra fjögurra strokka SL fólksbíllinn sem sést hér.
Þrátt fyrir að salan hafi í upphafi lofað góðu, varð ljóst að of margir Saturn kaupendur voru einfaldlega að sleppa frá öðrum GM vörumerkjum og salan var aldrei í samræmi við væntingar, svo GM hætti með Saturn árið 2009.
Acura (1986)
Honda kynnti hágæða Acura vörumerkið sitt árið 1986, sem svar við innflutningstakmörkunum sem bandarísk stjórnvöld settu. Honda sem mátti aðeins að flytja inn takmarkað magn bíla, einbeitti sér að kostnaðarsamari gerðum sínum og festi Acura merki á þær til að líta út fyrir að vera flottari. Fáir létu þó blekkjast; fyrstu gerðirnar voru Integra og Legend, seldar í gegnum 60 umboð um Bandaríkin.
Infiniti (1989)
Infiniti vörumerkið, sem var kynnt í tilraun til að fá Nissan á markað í Bandaríkjunum, gat aðeins boðið upp á eina gerð þegar það kom á markað. Q45 var lúxusbíll með 284 hestafla 4498cc V8 að láni frá Nissan President. Kom á markað árið 1989 en innan árs var hægt að panta Q45 með fjórhjólastýri og vökvastýrðri fjöðrun.
Lexus (1989)
Þegar Toyota ákvað að flytja til Bandaríkjanna árið 1989 bjó það til nýtt vörumerki sem myndi halda áfram að gjörbylta lúxushlutanum.
Ótrúlega fágaður, ótrúlega vel búinn og einstaklega áreiðanlegur, Lexus LS400 var ekki skemmtilegur í akstri en fyrir þá sem vildu stóran lúxus fólksbíl var hann sérstakur miðað við venjulega bíla eins og Cadillac, Mercedes og Jaguar.
McLaren (1992)
Fyrstu McLaren-bílarnir voru M6 kappakstursbílar sem smíðaðir voru af fyrirtæki sem heitir Trojan seint á sjöunda áratugnum. Nokkrum slíkum var breytt í almenna bíla en McLaren sem við þekkjum fæddist ekki fyrr en 1985 þegar Ron Dennis stofnaði nýtt fyrirtæki til að smíða vega- og kappakstursbíla. Fyrsti ávöxtur vinnu McLaren var hinn ótrúlegi F1 1992 – bíll sem hélt áfram að vinna hraðamet framleiðslubíla á hrikalegum 390 km/klst.
Tesla (2008)
Jafnvel Tesla gerði sér líklega ekki grein fyrir hversu mikilvægur fyrsti bíll þeirra, Tesla Roadster væri. Ekki einungis fyrir fyrirtæki Elon Musk, heldur einnig fyrir iðnaðinn í heild. Þessi Lotus Elise-sportbíll var ekki aðeins fyrsti almenni rafbíllinn með nothæfa drægni (um 240-320 km), heldur sneri hann einnig við skynjun rafbíla með ljúfa frammistöðu, með 0-100 km hröðun undir fjórum sekúndum. Tesla leit ekki til baka og iðnaðurinn hefur verið með augun á þessu fyrirtæki síðan. Í því að leiða heiminn til rafvæðingar hlýtur síðasta bílafyrirtækið í þessari sögu líka að vera eitt það mikilvægasta.
Umræður um þessa grein