Frönsku eyðimerkurbílarnir sem urðu snjóbílar á Íslandi
Saga snjóbíla á Íslandi nær aftur um nokkuð marga áratugi, því fyrstu tilraunir með slíka bíla áttu sér stað fyrir liðlega 90 árum.
Vegagerðin flutti inn fjóra Citroën-Kégresse beltabíla árin 1929 og1930, en skoðum nú söguna aðeins nánar.
Upphaflega hannaðir til langferða um auðnir Sahara
Citroën-Kégresse beltabílarnir voru upphaflega hannaðir sem hernaðartæki og ökutæki fyrir landkönnuða þeirra tíma.
Fyrstu gerðirnar voru á árunum 1921 til 1924 notaðar af franska hernum og einnig af hernaðaryfirvöldum. Á næstu árum komu fram nýjar gerðir, hannaðar til langferða í eyðimörkum Sahara, og í kjölfarið komu brynvarðar gerðir til hernaðarnota.
En svo kom sérstök gerð fyrir snjó
Síðar kom á markaðinn ný gerð, P15 N. Þessi gerð er eina gerð Kégresse sem var sérstaklega hönnuð til aksturs á snjó. (N = neige-snjór). Mjög auðvelt er að þekkja P15 N vegna mjög langra og 40 cm breiðra belta, með tveimur rúllum efst til að tryggja að beltin haldist rétt á hjólunum. Beltin voru líka með betri spyrnum fyrir snjóinn og veittu gott grip.
Þessi löngu belti tryggðu einnig mjög þægilegan akstur þar sem lengd þeirra dró úr þörf fyrir fjöðrun. Meðal staðalbúnaðar voru skíði sem hægt var að fjarlægja og stór bogin málmplata að framan til að koma í veg fyrir að bíllinn myndi sökkva að framan í djúpan snjó.
P15 N var fyrsta gerð Kégresse sem var búin 2.442 cm³ sex strokka vél og flestir hliðarhlutir voru frá C6 fólksbílnum. P15 N var smíðaður til margra nota. Til dæmis sem fólksbíll, bæði með opnum og lokuðum yfirbyggingum eða sem flutningabíll
Beltabúnaður P15 N var einnig notaður í sumum brynvörðum ökutækjum. Þrír P15 N (eða NK) voru notaðir af Byrd aðmíráli í leiðangri hans til Suðurskautslandsins árið 1934.
P15 NK kom fram árið 1932. Stærri og þyngri (1.900 kg undirvagn), með 4 gíra gírkassa og mótor sem var 3.015 cm³. P15 NB, einnig þekktur sem P15 N 75, kemur árið 1933 í stað upprunalega P15 N með 1.575 kg undirvagni og nútímalegum með 4 gíra gírkassa og 3.015 cm³ vél.
P15 NB, einnig þekktur sem P15 N 75, kemur árið 1933 í stað upprunalega P15 N með 1.575 kg undirvagn og nútímalegur með 4 gíra gírkassa og 3.015 cm³ vél. P15 NB, einnig þekktur sem P15 N 75, kemur árið 1933 í stað upprunalega P15 N með 1.575 kg undirvagni og nútímalegri 2650 cm³ OHV vél frá Citroën Rosalie.
Snjóbílarnir koma til Íslands
Árið 1929 keypti Vegagerðin einn Citroën Kégresse snjóbíl en bíllinn var með beltum að aftan og skíðum að framan. Ári síðar voru þrír bílar til viðbótar keyptir. Tveir bílar stóðust tímans tönn þótt þeir gerðu það misjafnlega vel; annar þeirra endaði til að mynda ævina á Fjarðarheiði.
Sá sem þetta skrifar fór eina af sínum ferðum norður í land snemma sumars árið 1950. Við gistum í Fornahvammi og morguninn eftir gerði afi minn sér sérstaka ferð með strákinn út í móa, spölkorn frá Fornahvammi til að sýna mér þennan merka snjóbíl sem þar stóð.
Saga bílsins á Íslandi
Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður skráði sögu bílsins í skrár Þjóðminjasafnsins, en frásögn hans fylgir hér á eftir:
„Rússneskur hugvitsmaður að nafni Adolphe Kégresse hóf árið 1906 að gera tilraunir með farartæki, sem gætu farið í snjó jafnt sem á vegi, og lauk hann tilraun sinni árið 1916. Hann flýði til Frakklands í rússnesku byltingunni og varð uppfinning hans síðan til þess að smíðaðir voru „skriðdrekar” á beltum. Árið 1921 var snjóbíllinn smíðaður eftir þeirri uppfinningu og var hann reyndur í snjó og einnig á sandflákum Sahara-eyðimerkurinnar.
Bílarnir voru á beltum að aftan, en framhjólin gengu gegnum skíði, og sleði var undir bílnum að framan. Á bílum sem notaðir voru á sandauðnum var stór rúlla fremst í stað skíða.
Jónas Jónsson frá Hriflu frétti af þessari uppfinningu og lagði til í grein árið 1926 að fá hingað slíka bíla til að nota að vetrarlagi á fjallvegum „meðan járnbrautarmálið liggur í þagnargildi.” Jónas flutti síðan tillögu á alþingi árið 1927 um að kaupa slíka bifreið til reynslu.
Í árslok voru keyptar þrjár til viðbótar, ein af þeim flutningabíll. Voru snjóbílarnir notaðir til fólksflutninga yfir Hellisheiði, Holtavörðuheiði og á Fagradal. Tóku fólksbílarnir 9 farþega en flutningabíllinn 1,5 smálestir af vörum og var hann einkum notaður til mjólkurflutninga yfir Hellisheiði. Bílarnir komu húslausir, kostuðu þannig um 17 þúsund krónur en yfirbyggðir um 20 þúsund. Citroën vélarnar reyndust ekki nógu sterkar og því voru brátt settar í þá Ford-vélar og gírkassi.
Vegagerð ríkisins notaði bílana fram undir 1950, en síðan voru þeir seldir. Þessi bíll mun vera sá, sem lengst var á Holtavörðuheiði, hafði þá skráningarnúmerið M-69. Hann var síðast norður í Köldukinn í Þingeyjarsýslu en Þjóðminjasafnið fékk bílinn árið 1979“.
Áhugi í öðrum löndum
Áhugi er nokkur á þessum bílum og er til sérstök vefsíða um þá og hafa aðstandendur hennar komið til Íslands til að skoða bílana, en annar er á safninu í Skógum, og til að kynna sér hvað varð um alla bílana.
Nánar má lesa um þetta á þessari síðu.
Þegar P15 kom til Íslands
Þessi danska áhugamannasíða segir svo um sögu snjóbílanna á Íslandi:
„Í febrúar 1930 flutti Vegagerðin (ICERA) inn Citroën-Kégresse beltabíl af gerðinni P15N. Síðar sama ár fluttu þeir inn þrjá til viðbótar. Fyrsti Kégresse-bíllinn kom með yfirbyggingu smíðaða af Wattenberg í Noregi. Þrír aðrir Kégresses-bílar komu án yfirbyggingar en vagnasmiðurinn Tryggvi Pétursson smíðaði svipaða yfirbyggingu fyrir þessa þrjá bíla, einn án glugga að aftan.
Af þessum fjórum innfluttum Citroën-Kégresses eru enn tveir til á Íslandi.
Einn er á Samgöngusafninu á Skógum og leifar annars eru í vörugeymslu Þjóðminjasafnsins. Því miður hefur vélunum í báðum bílunum verið skipt út fyrir 4 strokka Ford A-vélar í stað 6-strokka Citroën-véla“.
Svo mörg voru þau orð, en það er ávallt gaman að skoða svona brot úr bílasögunni hér á landi.
Umræður um þessa grein