Einstakar bílamyndir úr Íslandsferð 1934
Hollenski ljósmyndarinn Willem van de Poll kom hingað til lands árið 1934 með skipinu Dronning Alexandrine. Ferðaðist hann um Ísland ásamt þýska blaðamanninum Anitu Joachim en hún skrifaði um land og þjóð. Auðvitað bregður bílum fyrir í ljósmyndasafninu!

Áður en lengra er haldið er rétt að kynna hinn magnaða ljósmyndara aðeins betur. Willem van de Poll (1895-1970) var einn þekktasti ljósmyndari Hollands. Hann vann fyrir ýmis blöð og tímarit (Panorama, Spiegel, Vogue, Harper´s Bazaar o.fl) auk þess sem hann var hirðljósmyndari hollensku konungsfjölskyldunnar.
Ekki vakti ferð þeirra mikla athygli á sínum tíma en þó fann ég klausu í Morgunblaðinu frá því í lok júlímánaðar 1934 þar sem minnst er á tveggja vikna ferð þeirra:

Hollenska ljósmyndasafnið hefur gefið leyfi til að birta þessar mögnuðu myndir sem Willem van de Poll tók hér 1934 en þær eru sannarlega mun fleiri en birtar eru hér. Undirrituð valdi auðvitað bara „bílamyndir“ til að birta hér á Bílabloggi!
Mun ég hafa sem fæst orð um myndirnar enda fátt skrifað um hverja og eina í gagnasafninu hollenska. En eitt er ljóst og það er að myndin hér fyrir neðan er tekin við Gullfoss og forsíðumyndin er frá Korpúlfsstöðum. Og hefst nú myndasýningin!


Blaðamaðurinn Anita Joachim að snæðingi og bíllinn notaður sem borð og stóll.



Vegirnir voru oft mjóir og borgaði sig að fara að öllu með gát.

Ef ekki var farið varlega gat þetta nefnilega gerst:


Virðast ferðafélagarnir hafa staldrað við eins og aðrir vegfarendur. Ekki var minnst á að nokkur hefði slasast.





Ætli hann komist yfir?


Þetta hefur verið með eindæmum ævintýralegt!

Er nokkuð laust sem á að vera fast?


Og þá var komið nóg af sulli – tímaröðin þarf þó ekki að vera rétt.










Og að lokum er hér mynd af ljósmyndaranum að störfum:

Umræður um þessa grein