Dustin Hoffman hefði orðið góður bílasali, en sem betur fer varð hann leikari. Býsna góður meira að segja. Það er skemmtileg staðreynd að stuttu áður en Hoffman varð þekktur kvikmyndaleikari lék hann í auglýsingu fyrir Volkswagen.
Árið 1966, þá 29 ára gamall, fór Hoffman á kostum í auglýsingu fyrir VW Type 3.
Ári síðar, 1967, sló Hoffman í gegn í myndinni The Graduate og framhaldið þekkja margir. Volkswagen fékk Hoffman ekki í fleiri auglýsingar en bíllinn, sem kom fyrst á markað 1961, var framleiddur til 1973.
Hér er auglýsingin:
Aðrir leiknir bílasalar:
Schwarzenegger sem bílasali
„Ertu klikkaður?“ Bílasali brjálast
Isuzu, bílasalinn og lygamælirinn
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein