VW smíðar Star Wars-útgáfur af ID.Buzz
Það er til “Light Side” og “Dark Side” útgáfa, hvort um sig einstök
Volkswagen fagnar kynningu á Obi-Wan Kenobi, nýju Star Wars seríunni, með einstöku pari af ID.Buzz rafbílum. „Light Side Edition” og „Dark Side Edition“ raf-rúgbrauðin voru afhjúpuð á Star Wars Celebration viðburði í Kaliforníu og voru búnir til í sameiningu af VW og Lucasfilm.

Hönnuðir skoðuðu Obi-Wan Kenobi og Darth Vader, tvær mikilvægar persónur sem eru í nýjustu Star Wars seríunni, til að gefa sendibílunum útlit innblásið af sýningunni.
Light Side Edition sendibíllinn er byggður á farþegaflutningabílnum Buzz.
Hann er í ljós dröppuðum lit sem endurómar kyrtil Kenobi og efri hluti yfiryggingarinnar er með krómáherslum sem eru innblásnir af skipum og vélmennum.
Bláu áherslurnar tákna ljóssverð persónunnar og lógó „Rebel Alliance“ birtast á felgunum og á hliðarrúðunum að aftan. Lokahófið er á lúgunni: „ID. Buzz“ er skrifað með Aurebesh leturgerðinni.


Á hinum enda litrófsins byrjaði Dark Side Edition sendibíllinn lífið sem Buzz í sendibílsútgáfu.
Hann er í tveimur tónum af svörtu með rauðum áherslum sem eru innblásnir af klæðnaði Darth Vaders og sverði, á meðan felgurnar og afturgluggarnir bera með stolti merki heimsveldisins.


Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen setur ID.Buzz á sporbaug Star Wars. Nýi rafknúni sendibíllinn birtist ásamt R2-D2 og C-3PO í auglýsingu sem var frumsýnd í maí 2022.
Leikarinn Ewan McGregor, sem leikur Obi-Wan, ekur af stað í sendibílnum.
Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem bílaframleiðandi smíðar einstaka Star Wars bíla. Nissan breytti fjölda bíla í þemabíla árið 2017.
(Frétt á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein