VW ID. Life rafbíllinn settur í bið
VW lýsir yfir minni áhuga á ID. Life ódýrri grunngerð rafbíls.
Þessi gerð rafbíls VW var forsýnd með ID. Life hugmyndabílnum í München.
Ódýri rafbíllinn frá Volkswagen, sem sýndur var sem ID. Life crossover-hugmyndabíll á bílasýningunni í München í september, hefur fallið í ónáð í Wolfsburg í bili, samkvæmt fréttum.
En það mun vera hægt er að breyta „retro“-stíl ID. Life hugmyndarinnar til að fá nútímalegra útlit fyrir fyrstu framleiðsluna á þessum litla rafbíl.
Jozef Kaban og hönnunarteymi hans hafa fært áherslur sínar í átt að nútímalegri hönnun sem, ólíkt meira „retró“ útliti ID. Life, á að laða að unga viðskiptavini sem vilja mjög „tengdan“ bíl á 20.000 evra bilinu, samkvæmt Automobilwoche, systurútgáfu Automotive News Europe.
Væntanlegur bíl hugsanlega kallaður ID.2
Heimildir segja að búist sé við að nýi bíllinn, sem er væntanlegur árið 2025, verði kallaður ID.2. Þetta verður fimm dyra hlaðbakur með fótspor sem passar við VW Polo smábílinn en með innra rými smábíls á borð við Golf. ID.2 X lítill sportjepplingur kemur í kjölfarið árið 2026, samkvæmt fréttinni.
Talsmaður VW sagði í samtali við Automotive News Europe að ID. Life hafi fengið „gífurlega góðar viðtökur“ jafnt innanhúss og utan frá frumsýningunni. Engin áform eru um nýja hugmynd, sagði talsmaðurinn.
VW vörumerkið hefur þegar sett á markað eða mun bráðlega frumsýna ID.3, ID.4, ID.5 og ID. Buzz rafhlöðu-rafbíla (BEV). Rafbílaframboðið verður stækkað um sex gerðir til viðbótar árið 2027. Þar á meðal er meðalstór rafbíll sem verður frumsýndur á bílasýningunni í Peking í næsta mánuði.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein