Salan í Evrópu eftir gerðum, í júlí og fyrstu 7 mánuðina; VW Golf endurheimtir toppsætið
Volkswagen Golf náði aftur sæti sem mest seldi bíll Evrópu í júlí eftir að bíllinn missti fyrsta sæti í tvo mánuði á undan til Renault Clio.
Hægt var á afgreiðslum á nýjustu – og áttunda kynslóð Golfs vegna hugbúnaðarvanda. VW neyddist til að stöðva afhendingar á Golf eftir að hafa uppgötvað vandamál í hugbúnaði bílsins sem gerir kleift að hringja í neyðartilvikum.
VW seldi 31.148 eintök af Golf, töluvert fleiri en 24901 eintök af Clio, sem var í fyrsta sætinu næstu tvo mánuði á undan.
Skoda Octavia náði 3. sætinu, síðan fylgdi VW Tiguan í 4. sæti og Peugeot 208 í fimmta sæti.
Golf var mest seldi bíllinn í Þýskalandi, Belgíu og Lúxemborg en Clio var í fyrsta sæti á heimamarkaði sínum í Frakklandi.
Octavia var söluhæsta á tékkneska heimamarkaðnum og í Austurríki.
Í Bretlandi tók Ford tvö efstu sætin með Fiesta og síðan Focus. Á Ítalíu voru Fiat Panda og Lancia Ypsilon nr 1 og 2.
Sala rafknúinna bíla ógnaði ekki yfirburðum bensínbíla og dísilgerða á neinum evrópskum markaði nema í Noregi þar sem Audi e-tron var mest seldi bíllinn í heildina.
Tesla Model 3 var á lista yfir tíu í Noregi nr. 6, sem og Renault Zoe á 8. sæti, Mercedes-Benz EQC á nr. 9. og BMW i3 í 10 sæti.
Golfinn var söluhæsti bíll Evrópu á tímabilinu janúar til júlí og síðan Clio í öðru sæti.
(Reuters / Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein