Volvo undirbýr annan rafbíl fyrir frumsýningu
Volvo bílar munu afhjúpa annan meðlim í fjölskyldu rafhlöðudrifinna ökutækja og deila upplýsingum um rafvæðingu þess bíls í byrjun mars.
Sænski bílaframleiðandinn sagðist á árinu 2019 ætla að frumsýna nýjan rafknúinn bíl á hverju ári til ársins 2025, en það þá vill Volvo að helmingur af heimssölu þeirra komi frá rafhlöðuknúnum gerðum.
Volvo hefur gefið út fáar upplýsingar um gerðina, sem verður sýnd 2. mars, en hefur leitt í ljós að hún mun deila grunni (CMA) með fyrsta rafbílnum, XC40 Recharge crossover.
Aðspurður um nýju gerðina sagði Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, við Automotive News Europe að hún myndi verða „straumlínulagaðari“ en XC40 Recharge.
„Við munum halda ykkur svolítið í myrkri þar til við sýnum bílinn, en ég lofa þér að hann verður mjög fallegur bíll,“ bætti hann við.
Samuelsson sagði að nýja gerðin myndi ekki verða arftaki V40 hlaðbaksins sem hætti nýlega, sem keppti í verðflokki fyrir neðan það sem Volvo vill vera.
„Til að Volvo skili arði þurfum við að einbeita okkur að hærra verði, fleiri úrvalsflokkum bíla“, sagði hann.
Alþjóðlegur viðskiptastjóri Volvo, Lex Kerssemakers, sagði snemma árs 2019 að arftaki V40 yrði hærri vegna þess að aukin hæðin myndi hjálpa til við að koma til móts við rafhlöður sem þarf til að búa til rafknúna útgáfu sem aðeins notar rafhlöður.
Þegar Volvo lýsti er stefnumótandi bílaáætlun árið 2016 sýndi hún tvo CMA-grunna að nýjum bílum: 40.1, sem var nánast samsvörun við það sem myndi verða XC40, og 40.2, hærri fólksbíll með mjúkar línur.
Hakan Samuelsson sagðist fyrr í þessum mánuði sjá fyrir sér að Volvo yrði eingöngu rafmagns vörumerki á næstu 10 árum.
Í ár vill bílaframleiðandinn að 20 prósent af heimssölu sinni verði rafvædd módel. Meirihluti þeirra verður tengiltvinnbílar vegna þess að hann er enn að ljúka við að koma XC40 Recharge á markaðinn.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein