Volvo stendur sig vel í örygginu
- Volvo vinnur til sín flest IIHS Top Safety Pick+ verðlaun allra bílaframleiðenda árið 2022
- Orðsporið fyrir öryggi heldur áfram
Autoblog vefurinn í Bandaríkjunum skrifar eftirfarandi:
Það ætti ekki að koma á óvart, en Volvo hefur unnið flest IIHS Top Safety Pick+ verðlaun allra bílaframleiðenda árið 2022. Top Safety Pick+ eru aðalverðlaun “Insurance Institute of Highway Safety” í Bandaríjunum. Volvo hefur fengið 13 af þessum viðurkenningu sem spannar allt framboðið.
IIHS og Volvo skilja að gerðir á milli bensínútgáfu og rafknúinna útgáfu af sama bílnum, jafnvel þó að prófanirnar hafi aðeins verið gerðar á einu afbrigði. Til dæmis fær XC60 Recharge TSP+ þrátt fyrir að prófanir hafi verið gerðar með bensínknúnum XC60 T5 og T6 gerðum.
Að sama skapi fær C40 Recharge verðlaunin þrátt fyrir að prófunin hafi verið gerð á svipuðum XC40 Recharge.
Einnig, eins og með TSP+ viðurkenningar til Mazda frá því fyrr á þessu ári, eru sumar fluttir yfir á 2022 árgerð bíla úr prófunum á fyrri árgerð bíla. Þetta er aðeins þegar gerðin hefur ekki breyst verulega. Til dæmis var einkunn XC60 2022 byggð á árekstrarprófi 2018.
IIHS framkvæmir sex próf á hverjum bíl – hóflega skörun að framan, tvær minni skaranir að framan fyrir bæði ökumann og farþega, hliðarárekstur, mat á styrk á þaki og prófun á höfuðpúða með því að noat aðeins sætið sjálft. Niðurstöðunum er raðað eftir fjórum stigum, með grænu „gott“ merki sem gefur til kynna efsta stigið.
Fyrir utan árekstrarprófanir fékk Volvo toppeinkunn fyrir staðlaðan öryggisbúnað eins og árekstraviðvörun fram á við, sjálfvirka neyðarhemlun og greiningu gangandi og hjólandi.
Það skal tekið fram að flestar Volvo gerðir fengu einkunnina „viðunandi” fyrir auðvelda notkun „LATCH“ öryggissætanna. Þetta er næstbesta einkunnin en hefur ekki áhrif á áreksturshæfni og skiptir ekki máli ef þú notar ekki barnastóla. XC40 gerðir fengu „lélega“ einkunn fyrir öryggisbeltaáminningar, sem IIHS taldi hvorki hafa nógu hátt né nógu lengi. Sumar gerðir eins og S90 og XC60 fengu „viðunandi“ einkunnir á framljósum, þar sem IIHS vildi að geislarnir væru bjartari í beygjum.
Þrátt fyrir þessar smávægilegu vandræði eru heildareinkunnirnar enn mjög góðar. Það skal tekið fram að jafnvel V60 og V90 bílarnir sem eru hættir í Ameríku, fengu einnig TSP+ einkunnir þó að þeir væru ekki með í 13 bíla 2022 talningu.
(frétt á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein