Föstudagur, 9. maí, 2025 @ 20:37
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Úr litlum „grænum skúr“ í alvöru bílafyrirtæki á 45 árum

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
26/08/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
304 13
0
151
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Úr litlum „grænum skúr“ í alvöru bílafyrirtæki á 45 árum

  • Á þessu ári [2020] fagnar Bílabúð Benna 45 ára afmæli, en fyrirtækið var stofnað þann 26. maí 1975

Upphafið á langri sögu fyrirtækisins má rekja til þess að Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir, þá bæði 17 ára gömul, höfðu komið sér upp aðstöðu fyrir bíla- og mótorhjólaviðgerðir, ásamt því að gera við sláttuvélar, í óupphituðum skúr, sem oft var kallaður „græni skúrinn“ við Vagnhöfða 23, en fyrsta nafn fyrirtækisins var Vagnhjólið.

En ungu hjónin létu sér ekki nægja að gera við bíla og mótorhjól. Þau komu nálægt innflutningi á bílum og bílavarhlutum og nafn fyrirtækisins breyttist fljótlega í samræmi við það.

Benni við Ssangyong Rexton sem fyrirtækið selur.

Var fyrirtækið raunar almennt kallað „verkstæðið hans Benna“ og var síðan í framhaldinu nefnt Bílabúð Benna.

Hér er Benni í sjónvarpsviðtali við Stöð 2.

Þessi viðskipti þróuðust fljótlega í þá átt að flytja inn bíla frá SsangYong í Suður-Kóreu, og segja má að Musso-jeppinn frá þeim hafi komið, séð og sigrað á sínum tíma, og voru algengir jafnt á vegum sem fjöllum á sínum tíma. Og enn má í umferðinni sjá þessa jeppa frá upphafsárunum. Síðan bættust við bílar frá Chevrolet, Opel og síðast en ekki síst Porsche.

Sagan með órofin tengsl við akstursíþróttir

En saga Bílabúðar Benna er samofin sögu akstursíþrótta á þessum áratugum sem fyrirtækið hefur starfað.

Benni sjálfur lét til sín taka í kvartmílu og sandspyrnu á upphafsárunum, og ekki síður ferðalögum um öræfin á snæviþöktu hálendinu að vetralagi. Hann tók þátt í sinni fyrstu torfærukeppni í Grindavík árið 1976, og í framhaldinu sigraði hann í torfærukeppninni á Hellu næstu þrjú árin á eftir.

Úr grein sem birtist í fjölmiðlum seint á síðustu öld.

Ekki má heldur gleyma því ævintýri þegar Bílabúð Benna í samvinnu við spilframleiðandann Warn kom jeppa á hæsta tind landsins í apríl 1991. Sú för vakti heimsathygli og í erlendum tímaritum var mikið fjallað um þetta á sínum tíma.

Musso varð gríðarlega vinsæll jeppi.

Bílabúð Benna hóf að flytja inn vörur frá BFGoodrich, Rancho, Dick Cepek, American Racing, Warn, MSD og ARB meðal annarra. Vegna þess urðu jeppabreytingar og aukahlutir fyrir jeppa aðalviðfangsefni fyrirtækisins og vakti fyrirtækið mikla athygli fyrir margar nýjungar í þeim efnum. Jafnframt urðu Benni og félagar varir við vaxandi þörf á þjónustu við vélabreytingar, en akstursíþróttirnar kölluðu á meira afl og snerpu.

Almennu bílaverkstæðin voru ekki tilbúin að sinna þessum þörfum akstursíþróttamannanna.

Margir þessara bíla voru með amerískar bílvélar og mörg verkstæði virtust hvorki hafa áhuga á né skilning á því að breyta þeim eða auka aflið. Þannig að á tímabili var Bílabúð Benna eiginlega vélaviðgerðarverkstæði meira en jeppabreytingaverkstæði.

Jökla- og fjallaferðir

Á ákveðnum tímapunkti var lögð sérstök áhersla á jeppabreytingar fyrir jöklaferðir hjá fyrirtækinu og það er óhætt að segja að Bílabúð Benna hafi verið ákveðinn frumkvöðull á því sviði hér á landi.

Bílabúð Benna er með umboð fyrir Porsche bifreiðar.

Þjónusta við jeppa og eigendur þeirra var aðalsmerki fyrirtækisins í mörg ár, og Bílabúð Benna hefur leikið stórt hlutverk í jeppamenningu landsins um langt árabil, þótt aðrar áherslur hafi komið til sögunnar á síðari árum. Þá má nefna „Jeppadag fjölskyldunnar“ sem haldinn var árið 1993, í samvinnu við ferðaklúbbinn 4X4, en þá mættu á þriðja þúsund manns á 750 jeppum í eftirminnilega jeppaferð.

Fjölbreyttur rekstur í dag

Í dag Bílabúð Benna er umboðsaðili fyrir Porsche og SsangYong. Fyrirtækið býður jafnan upp á gott úrval af bæði nýjum og notuðum bifreiðum frá þessum framleiðendum ásamt því að sinna allri þjónustu fyrir þessi vörumerki.

Dagblaðsauglýsing frá Bílabúð Benna.

Bílabúð Benna flytur jafnframt inn og selur varahluti og aukahluti í allar tegundir bifreiða. Fyrirtækið rekur einnig Sixt bílaleigu og Nesdekk, sem er umboðsaðili m.a. fyrir Toyo Tires, BFGoodrich, Pirelli, Interstate og Maxxis hjólbarða.

Fyrirtækið er starfrækt í Reykjavík og Reykjanesbæ en er með umboðssölu fyrir bíla á Akureyri ásamt þjónustusamningum við verkstæði um allt land.

Spjallað um söguna og Porsche Taycan

En í tilefni af þessu afmælisári, þá fengum við Benedikt Eyjólfsson, eða Benna, eins og hann er alla jafna kallaður, til að hitta okkur á Kvartmílubrautinni á dögunum og þar mætti hann með einn nýjasta bílinn, ofurrafbílinn Porsche Taycan og við spölluðum við hann um söguna og þennan magnaða bíl.

Myndbandsupptaka og klipping: Dagur Jóhannsson.

[Greinin birtist fyrst í september 2020]

Annað tengt íslenskri bílasögu: 

Athafnamaðurinn Egill Vilhjálmsson

Hlemmur in memoriam

Bílakóngurinn Steindór átti flesta bíla í einkaeigu á Íslandi

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

?

Fyrri grein

Fimm stjörnu ferðabíll fyrir „hippa“

Næsta grein

Vinsælir bílar nefndir eftir dýrum

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

Höf: Jóhannes Reykdal
29/04/2025
0

SHANGHAI — Volkswagen Group hyggst kynna tækni með lengri drægni fyrir evrópskan markað (sem nefnd er EREV) , sagði Martin...

Nýr Mercedes Vision V Concept forsýnir framtíð lúxus fjölnotabíla

Nýr Mercedes Vision V Concept forsýnir framtíð lúxus fjölnotabíla

Höf: Jóhannes Reykdal
28/04/2025
0

Mercedes Vision V Concept forsýnir úrval af ofurlúxus fólksflutningabílum sem líta út fyrir að vera tilbúnir í framleiðslu, en sá...

Næsta grein
Vinsælir bílar nefndir eftir dýrum

Vinsælir bílar nefndir eftir dýrum

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.