Hér er með eindæmum hressilegt myndband þar sem frumlegur bíll er í aðalhlutverki. Bílstjórarnir eru tveir og þeir takast á. Munum að einungis er um einn bíl að ræða og flækjustigið eftir því.

Þetta hlýtur að vera skemmtilegt nema auðvitað fyrir þá sem eiga það til að verða bílveikir.
Það má sannarlega gleðjast yfir uppátækjum mannsins sem kallar sig „prófessor Pardal“ á YouTube og er þessi fjórhjóladrifni bíll eða „tvíbíll“ algjörlega eitthvað sem gleður „nerði“ jarðar.
Athugið að myndbandið hefst ekki alveg á upphafspunkti en það má „spóla“ til baka.
Fleira gott frá þessum skemmtilega hugsuði í Brasilíu:
Er gufuvélin kannski málið eftir allt saman?
Kraftlaust mótorhjól? Það má bæta úr því!
Álíka sniðugar græjur:
„Hvolfbíllinn“ hans Jerry
Endalaus Datsun: Furðulegt uppátæki árið 1982
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein