Mesti fjórhjóladrifshlunkur sem Toyota hefur framleitt er Toyota Mega Cruiser. Hafa lesendur heyrt um þann bíl? Hann var fyrst og fremst framleiddur fyrir herinn en 133 eintök voru framleidd fyrir almennan markað.
Á árunum 1995-2001 voru smíðaðir 3.000 Mega Cruiser bílar. Þeir eru mjög svipaðir Hummer H1 í útliti og álíka liprir í innanbæjarakstrinum. Sem sagt ekki heppilegir til bæjarsnatts, enda ekki hugsaðir fyrir svoleiðis.
Það væri nú alveg hressandi að fá að taka í einn svona en það er ekki hlaupið að því. Til að átta sig á stærðinni er hér myndband sem sýnir þessa græju í„ aksjón“:
Umræður um þessa grein