Toyota hefur sölu á ódýrari Supra
Einu ári frá heimsfrumsýningu Toyota GR Supra á bílasýningunni í Detroit hefur Toyota nú tilkynnt um fyrstu útvíkkun sportbílasviðsins með nýrri 2,0 lítra túrbínuvél. Þessi nýja vél, sem er í boð ásamt hinni fyrri 3.0 lítra vél, mun koma GR Supra í hendur breiðari hóps viðskiptavina.
GR Supra, fyrsta alþjóðlega gerðin sem þróuð var af TOYOTA GAZOO Racing, er hreinræktaður sportbíll sem er tveggja sæta og mál sem ná „gullna hlutfallinu“ fyrir bestu aksturseiginleikana. Nýja 2,0 lítra vélin eykur ásókn Supra á markaðinn og er léttari og minni en 3,0 lítra vélin.
Framleiðsla á nýju 2,0 lítra GR Supra er að hefjast innan skamms, á undan sölu á heimsvísu í mars.
Nýja 2,0 lítra vélin er fjögurra strokka og er með túrbínu, tengd við átta gíra sjálfskiptingu frá ZF. Hámarksaflið er 258 hestöfl,190 kW og togið er 400 Nm. Bílinn verður aðeins 5,2 sek í 100km/klst og takmarkaður við 250km/klst hámarskhraða.
Minni stærð og þyngd nýju vélarinnar veitir GR Supra sérstakt forskot. Bíllinn léttist um næstum 100 kg á móts við 3,0 lítra útgáfuna. Og vegna þess hve vélin er smá í sniðum er hún staðsett nær miðju ökutækisins og hjálpar til við að tryggja 50:50 þyngdardreifingu.
Athygli vekur að nýi 2,0 lítra GR Supra nær sama “gullna hlutfallinu” til að bættra aksturseiginleika., Skilgreing hlutfallsins er hlutfallið á milli hjólhafs og sporvíddar bílsins. Fyrir allar GR Supra gerðir er þetta hlutfall 1,55 eða innan kjörsviðsins.
Í byrjun mun sérstök Fuji Speedway útgáfa vera í boði af takmörkuðu upplagi. Útgáfan sker sig úr með einstakri hvítri málmmálningu, 19 tommu möttum álfelgum og rauðum hurðarspegilum. Í farþegarýminu eru koltrefja plasthlutar á mælaborðinu og í innréttingu, ásamt rauðu og svörtu Alcantara áklæði.
Umræður um þessa grein