Það er sjaldan sem fólki er einlæglega hrósað fyrir lélega bílgarma. Handónýt bílskrifli eru samt sem áður það sem þykir best í finnska bæjarkrílinu Pello. Alla vega fjóra daga á ári.
Því meiri skarkali þeim mun betra!
Pello er sennilega landfræðilega séð þar sem kalla mætti á „hjara veraldar“ en á hverju sumri, í júlí, koma þar saman um 750 ökumenn sem „keppa á því sem þeir mæta á“ og þar gildir að vera á sem mesta skrapatólinu og gera það að kappakstursdjásni!
„Séu hjól á því þá er það gjaldgengt“ er orðalag sem lýsir inntaki kappakstursins einna best.
Finnski alþýðukappaksturinn er ákaflega vinsæll og fer hann fram dagana 14. -17. júlí næstkomandi . Hér fyrir neðan er myndband um þá akstursíþróttakeppni sem af mörgum er talin ein sú spaugilegasta sem til er: Finnski alþýðukappaksturinn.
Keppni sem er fyndin, fjölbreytt og framar öllu: skemmtileg!
Fleira af galnari gerðinni:
Svona fagna þeir víst í Alaska
Á þetta er horft 80.000 sinnum á dag
Sprenghlægilegur kappakstur afturábak
Hjólhýsaklessubílakeppni – hvað er það?
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein