Þetta gæti verið framtíð ofurhleðslu hjá Tesla
Framúrstefnulegur matsölustaður Tesla með „bílabíó“ og Supercharger stöð er loksins að verða að veruleika og við fáum að skoða hvernig þetta gæti litið út vegna teikninga sem lagðar voru fram með byggingaráætlunum.
En höfum í huga að þetta verkefni hefur verið lengi í vinnslu, segir bílavefurinn autospies.com.
Árið 2018 sagði Elon Musk að Tesla ætlaði að opna „gamaldags“ bílabíó, hjólaskautasvæði og „rokkaðan“ veitingastað á einum af nýju Tesla Supercharger stöðunum í Los Angeles. Var þetta enn eitt „er hann að grínast?“ skotið frá Musk. Eins konar Elon Musk hugmynd, en hann var greinilega ekki að grínast.
Nokkrum mánuðum síðar sótti Tesla um byggingarleyfi fyrir „veitingastað og Supercharger-stöð“ í Santa Monica.
Hins vegar hefur verkefnið verið stopp síðan, að því er virðist vegna staðbundinna reglugerða.
Engu að síður hélt Tesla áfram með hraðhleðslu á staðnum, en matsölustaðarverkefnið var fært til Hollywood fyrr á þessu ári.
En þegar Elon Musk á í hlut veit maður aldrei!
(fréttir á vef autospies og Sun)
Umræður um þessa grein