Magnaður mánudagur er runninn upp. Við vitum það því dagatalið og klukkan segja okkur að svo sé. Heilinn segir mörgum okkar samt að þetta sé einn stór og feitur misskilningur; það sé í raun og veru mið nótt og við eigum að sofa dálítið lengur.
En svona er þetta víst í morgunsárið á þessum árstíma á þessu tiltekna svæði á jarðarkúlunni: Það er dimmt og veðrið er eins og eitthvað fengið með afslætti úr ömurlegri B-mynd.
Samt gæti þetta verið svo miklu verra. Þessi auglýsing frá árinu 2016 minnir mann á það. Hér er Fiat 500S auglýstur og ég fylltist þakklæti þegar ég horfði á auglýsinguna. Þetta gæti pottþétt verið verra!
Umræður um þessa grein