Þeir stærstu
Árið 2019 voru framleiddar 92 milljónir ökutækja. 25 milljónir þeirra voru atvinnubílar.
Kínverjar eru stærstir í bílaframleiðslu í dag. Árið 2019 framleiddu Kínverjar 26 milljónir ökutækja eða um 28% af öllum ökutækjum í heiminum.
83% af allri bílaframleiðslu Kínverja eru einkabílar. SAIC sem er stærsti bílaframleiðandi í Kína seldi 6,2 milljónir ökutækja árið 2019.
„Handmade with pride in USA“
Bandaríkin framleiddu aðeins 11 milljón ökutæki árið 2019 en þau eru samt sem áður annar stærsti bílaframleiðandi í heimi með um 12% af heildarmarkaðshlutdeild.
Þó að bílaframleiðsla Bandaríkjamanna á einkabílum sé minni en bæði Japana og Þjóðverja framleiða Kanarnir næstum tvöfalt fleiri atvinnubíla en önnur lönd og fimm sinnum fleiri en Japanir.
Snillingar í gæðastjórnun
Í þriðja sæti yfir stærstu lönd í bílaframleiðslu eru Japanir. Í Japan voru framleidd 9,7 milljón ökutæki en það er um 10,5% af allri bílaframleiðslu í heiminum.
Japanir fluttu um 4,82 milljónir ökutækja út úr landinu á árinu 2019. Japanir glímdu síðan við samdrátt árið eftir.
Þá höfðu þeir ekki náð að framleiða nema 5,7 milljón ökutæki á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2020 á meðan þeir náðu 7,4 milljónum ökutækja árið áður.
Undir högg að sækja
Þýskaland rekur lestina í hinum vestræna heimi en þar voru framleiddar um 2 milljónir einkabíla fyrstu átta mánuði ársins 2020. Það var um 36% minna en árið 2019.
Þýskir bílaframleiðendur samanstanda af Volkswagen, BMW og Daimler sem framleiðir Mercedes-Benz en árið 2019 framleiddu þeir um 4,7 milljónir bíla.
Kórea hangir í framleiðslutölum Mexíkó
Það eru svo Indland og Mexíkó sem reka lestina. Á Indlandi búa um 1,3 milljarðar en Indverjar framleiddu um 4,5 milljónir ökutækja fyrir innanlandsmarkað árið 2019. Í Mexíkó voru framleidd um 1,38 milljón ökutæki árið 2019.
Það kemur þó á óvart að Suður-Kórea komist ekki inn á lista sex stærstu bílaframleiðslulanda í heimi.
Heimild: Investopedia – uppfærðar tölur frá des. 2021.
Umræður um þessa grein