„Ég skil bara ekki af hverju bílaframleiðendur búa ekki til einhverja bók eða leiðbeiningar og láta fylgja með bílunum,“ segir maður sem minnir smá á hellisbúa í útliti. Hann segir hér frá „rosalegri“ uppgötvun!
Þetta er dásamlegt myndband: Fúlskeggjaður maður greinir frá mikilli „uppgötvun“ og lýsir furðu sinni á að „ekki skuli fylgja neinn leiðarvísir“ með bílum. „Því þá,“ eins og hann orðar það, „þyrfti maður ekki að finna alls konar út fyrir einhverja tilviljun.“
Þetta er gott grín hjá karli því ég held að hann sé bráðsnjall VW-sérfræðingur í raun og veru. Með meistaragráðu í fræðunum. Hann „náði nokkrum“ áhorfendum sem margir hverjir hafa skrifað athugasemdir (sjá hér neðst).
Hér er myndbandið „Did You Know The VW Golf Does This?“ og svo tíndi ég til nokkrar skemmtilegar athugasemdir sem eru hér fyrir neðan. Já, þetta er tímamótamyndband, mjög hressandi og gjörið svo vel!
Hér eru nokkrar hnyttnar athugasemdir:
Skjáskot/YouTube
?
Fleira úr veröld bifvélavirkjans:
Hvað er erfiðast við að vera bifvélavirki?
Hvort heyrðist „klonk“ eða „klunk“ í bílnum?
Hvernig taka skal vél úr VW Golf Mk3
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein