Tesla skráir vörumerki fyrir veitingaþjónustu
- Hugsanlega verður hægt að fá sér borgara á næstu hraðhleðslustöð Tesla á meðan beðið er eftir hleðslu – sennilega bara í útlöndum til að byrja með!
Tesla hefur skráð nýtt vörumerki í flokki vörumerkja fyrir veitingaþjónustu þar sem búist er við að bílaframleiðandinn auki þægindi í kringum hleðslustöðvar sínar, þar með talið raunverulega veitingastaði.
Eins og gefur að skilja virðist Tesla ekki hafa mikið með veitingageirann að gera, en bílaframleiðandinn hefur í raun verið að tala um að fara í matvælageirann um hríð.
Árið 2018 sagði Elon Musk forstjóri að Tesla ætli að opna „drive-in“, rúlluskauta og rokkveitingastað af gamla skólanum á einum af nýjum Tesla Supercharger stöðum í Los Angeles.“
Margir litu á að þetta væri enn ein „Er hann að grínast?“ hugmynd – eins konar Elon Musk hugmynd, en hann var greinilega ekki að grínast.
Nokkrum mánuðum síðar sótti Tesla um byggingarleyfi fyrir „veitingastað og hraðhleðslustöð“ á stað í Santa Monica.
Verkefnið fór í dvala í um það bil þrjú ár þar til nýbyggingarumsóknir voru lagðar fram fyrr á þessu ári.
En þessar nýju áætlanir innihéldu ekki veitingastað, þó að þær innihéldu það sem myndi verða ein stærsta hraðhleðslustöð í heimi.
Við héldum að þátttaka Tesla veitingastaðar í verkefninu væri dauður á þeim tímapunkti, en Musk sagðist reyndar í apríl vera enn að vonast til að fá „matsölustað í anda áranna um 1950“á staðnum.
Nýtt vörumerki fyrir veitingageirann
Núna er Tesla er í raun að taka alvarlegt skref í að gera þetta að veruleika með því að sækja um nýtt vörumerki til að nota vörumerkið ‘Tesla’ í veitingarekstri:
„TESLA ™ vörumerkjaskráningu er ætlað að ná til flokka veitingaþjónustu, pop-up veitingaþjónustu, sjálfsafgreiðslu veitingastaðaþjónustu, veitingastaðaþjónustu.“
Þessi þróun þýðir væntanlega að Tesla ætlar að veitingastaðurinn verði merktur „Tesla“ veitingastaður.
Fyrirtækið hefur aldrei sagt nánar hvenær þeir ætli að koma þessum hugmyndum um veitingastað að veruleika, en það lítur nú út fyrir að það sé að stíga skref í þá átt.
En á hleðslustöðvum er Tesla með örugga viðskiptavini í stuttan tíma. Það er örugglega viðskiptatækifæri varðandi veitingar á slíkum stað.
Við skulum sjáum til hvernig þetta verður hjá Tesla í framtíðinni…
(byggt á frétt á vef Electrek)
Umræður um þessa grein