Maður hættir ekki að leika sér af því maður verður gamall. Maður verður gamall því að maður hættir að leika sér. Er það ekki? Bob Helms heitir náungi sem er mikill ökuþór í Ameríku. Hann er ekki hættur að leika sér enda bara 77 ára og ekki ástæða til að hætta.
Hins vegar mætti hann hætta að skemma leikföngin sín! Hann keppti í TX2K22, akstursíþróttakeppni sem kennd er við Texas, og stendur nú yfir. Hófst keppnin þann 16. mars og lýkur á morgun, sunnudag.
Bob Helms átti afmæli í fyrradag og fagnaði árunum 77 í keppnisgallanum á kvartmílubrautinni á sínum 2.500 hestaflaLamborghini. Hann þrusaði upp í 350 kílómetra hraða (218 mílur) og þá fór eitthvað úrskeiðis.
Vonandi er í lagi með manninn en nokkuð ljóst er að bíllinn er ekki í lagi.
Hér sést óhappið frá öðru sjónarhorni í mjög stuttu myndbandi:
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein