Það er í rauninni leyfilegt að aka hvaða götuskráða ökutæki sem er á Nordschleife, þ.e. þeim hluta brautarinnar sem ætlaður er almenningi. Ekki eru þau öll falleg blessuð ökutækin sem þar sjást en það er kannski aukaatriði.

Húsbílar, þríhjólakjánaprik, vinnubílar, gamlir lögreglubílar… allt virðist rata inn á þann hluta Nürburghringsins þar sem Touristenfahrten fer um. Þ.e. þar sem almenningur má aka þegar ekki er keppni á svæðinu.
Graff er víða á hringnum og einhvers staðar las ég, að til að byrja með hafi graffið verið til að minnast þeirra sem látist hafa við akstur á brautinni. Sumt graffið sem sést í dag er til minningar um einhvern. En svo er allur gangur á hvað það á að fyrirstilla; allt frá montmerkingu um afrek á hringnum, til auglýsinga og ástarjátninga.

Já, það er alla vega æði mikið um „listaverkin“ og minnisvarðana. Margt af graffinu fellur í flokk misskilinnar listar, eins og frægt var árið 2013 þegar hópur fólks tók sig til og graffaði bölvaðan dónaskap á brautina. Níu metra langt fallusartákn átti ekki upp á pallborðið hjá starfsfólki sem hrökk í kút þegar það kom til vinnu þann morguninn.

Þetta kostaði lokun brautarinnar á meðan „listin“ var fjarlægð með tilheyrandi umstangi. Hluta úr degi þurftu ökumenn að bíða eftir að brautin opnaði á ný og á meðan röðt, óx andúð margra þeirra á „listinni“.
Nóg um það. Hér er eitt og annað sem sést hefur á brautinni árið 2021.










Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein