Umhvefissinnar eru víða og margir aka þeir bílum. Einn þeirra var stoppaður af lögreglunni þegar hann var að „sjússa sig“ undir stýri. Hann beinlínis sturtaði í sig úr vodkaflöskunni en það er auðvitað ekki eitthvað sem nokkur bílstjóri ætti að gera!
Lögreglunni í Thames Valley í Reading á Englandi barst ábending á dögunum frá vegfaranda um ökumanni sem sat í kyrrstæðum bíl og þambaði úr vodkaflösku. Hann hafði samband þegar sá síðarnefndi ók af stað eftir þambið!
Hárrétt viðbrögð hjá þeim sem hringdi. Ekki spurning. Lögreglan stöðvaði þyrsta ökumanninn skömmu síðar og lét kauða blása í áfengismælinn. Hann reyndist bláedrú.
Ökumaðurinn útskýrði fyrir lögreglu að hann væri umhverfissinni og kærði sig ekki um að drekka vatn úr plastflöskum. Þess vegna drykki hann vatn úr glerflöskum sem hann tæki með sér að heiman. Vodkaflöskuna valdi hann af þeirri einföldu ástæðu að hún var stærst allra.
Já, lesendur góðir. Öll ættum við að hugsa um náttúruna og umhverfið en ef þið viljið drekka vatn úr glerflöskum – og áfengisflöskur það eina sem til er – takið þá miðana af! Annars lítur þetta afskaplega illa út!
Myndefni: Unsplash
Heimild: Facebooksíða lögregunnar í Thames Valley
Annað klaufalegt í samskiptum ökumanna og laganna varða:
Misvondar afsakanir og hraðasektir
Vanbúið ökutæki hinum megin á hnettinum
„Var sko ekkert að senda SMS“: Afsakanir og símar
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein