Skrítnar hugmyndir
Hi-risers, Box cars eða Bubble cars – eru Donks samheiti yfir bíla með alltof stórar felgur og lítið spáð í öryggið. Eina sem hugsað er um eru sem stærstar felgur undir kaggann. Þetta eru sagðir mest hötuðustu bílarnir það sem litið er á þá sem gys við þá sem leggja á sig að umbreyta bílum í alvöru. Hér má sjá einn verulega skrautlegan tengdan vinsælu morgunkorni – Trix.
Golfinn hér að neðan lítur ekki út fyrir að vera öðruvísi en hver annar annarrar kynslóðar Golf. Golf kom fyrst á markaðinn 1974 og hefur verið vinsæll bíll síðan. Golfinn er mest seldi bíll VW samsteypunnar. Það var hins vegar lítið bílaverkstæði, Boba motoring í Paderborn í Þýskalandi sem datt það í hug að breyta þessum litla sakleysislega Golf í ofurbíl.
Ekki að það sjáist á honum en þeir tjúnnuðu hann upp í 1.215 hestöfl (bíllinn vegur um 1100 kg.) – þið getið ímyndað ykkur tögginn í þessum bíl.
Bandaríkjamenn álíta að þeir eyði um 1680 klukkustundum fastir í umferð á leið í og úr vinnu. Það eru 10 vikur sem þeir sitja fastir í umferð í bílum sínum.
Þó svo að umræddur Cherokee sé hluti af markaðsherferð fyrirtækis í USA er ekki um eins vitlausa hugmynd að ræða eins og hún lítur út í fyrstu. Þeir kölluðu þessa hugmynd Hum Rider en hann vegur um 3.8 tonn sem er tvöföld þyngd venjulegs Jeep Cherokee en það er vegna vökvadæla sem komið var fyrir undir bílnum og lyfta honum um 3 metra upp og þannig nær hann að aka yfir bíla í röðinni. Hver myndi ekki vilja vera á svona græju í Reykjavík á morgnana og seinnipartinn?
Umræður um þessa grein