Nýtt umferðarmerki í Bengaluru á Indlandi kom sumum á óvart í vikunni en það er merkið hér fyrir ofan. Vísar það ekki til þess að keiluhöll sé í nágrenninu heldur merkir það að í sjóndaprir gætu verið gangandi í nágrenninu og því mikilvægt að ökumenn fari með gát. Hér eru fleiri sjaldgæf umerðarmerki.
Rétt er að geta þess að þessi merki sem hér eru til skoðunar eru ekki á meðal þeirra sem notuð eru á Íslandi en yfirlit yfir þau má finna hér á vef Vegagerðarinnar.
Hestvagnar
Svona merki sá ég fyrst í Ungverjalandi en það vísar til þess að hestvagnar gætu verið á ferð. Svipuð merki má líka sjá í Bandaríkjunum en þar vísa þau einkum til þess að amish-fólkið gæti verið á ferðinni en vagnar þeirra fara mjög hægt og eins gott að koma ekki á öskrandi ferð inn á slík svæði.
Hér eru nokkur mismunandi merki sem öll vísa til vagna amish-fólksins:
Ford
Hér er ekki varað við stórhættulegri Fiestu, F-150, Bronco eða neinum bíl frá Ford. Nei, þetta merkir einfaldlega vað. Hér gætu menn þurft að fara yfir á vaði og best að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Hægfara hergræjur
Þetta merki segir vegfarendum að hægfara hernaðargræjur gætu verið á ferðinni og jafnvel möguleiki á að ískrandi beltisdýr verði við hlið manns á næstu ljósum.
Annars styttist í að breytingar verði gerðar á umferðarmerkjum hér á landi og munum við fjalla um þær þegar þar að kemur.
Skylt efni:
Ruglandi og skondin umferðarskilti
Stórfurðulegar umferðarreglur?
Woodstock og umferðaröngþveitið mikla
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein