Sixt í Evrópu kaupir 100.000 rafbíla frá BYD
Samningurinn við Sixt er sóknarfæri fyrir kínverska rafbílaframleiðandann BYD, sem leitast við að ná fótfestu í sölu rafbíla á mörkuðum í Evrópu, þar á meðal Þýskalandi.
Rafbílaframleiðandinn BYD í Kína er á fullri ferð að koma sér inn á rafbílmarkaðinn í Evrópu.
Hér á landi er Vatt, dótturfyrirtæki Suzuki, þegar byrjað að selja sendibíla frá BYD og sala á fólksbílum er væntanleg hér líka, en eins og við höfum áður fjallað um þá áætlar BYD af hefja sölu á þremur nýjum gerðum fólksbíla: Atto 3 litlum crossover, Tang stærri fjölnotajeppa, og Han stórum fólksbíl. Afhending hefst undir lok ársins.
100.000 rafbílar frá BYD til Sixt
Samkvæmt frétt frá Reuters á vef Automotive News Europe mun bílaleigan Sixt kaupa um 100.000 rafknúin farartæki frá BYD í Kína samkvæmt samstarfssamningi sem fyrirtækin tvö hafa undirritað.
Samkvæmt fyrsta áfanga samningsins mun Sixt panta nokkur þúsund rafknúin ökutæki frá BYD, en fyrstu bílar verða í boði fyrir viðskiptavini Sixt í Evrópu á fjórða ársfjórðungi, segir í tilkynningu frá þýsku bílaleigunni.
Sixt hefur einnig samþykkt að kaupa um 100.000 rafbíla til viðbótar fyrir árið 2028, bætti fyrirtækið við.
Sixt sagði að það yrði fyrsta bílaleigufyrirtækið í Evrópu til að bjóða BYD bíla. Fyrsta gerðin sem leigutökum mun standa til boða verður BYD Atto, rafknúninn jepplingur.
Sixt mun hefja að bjóða BYD bíla til leigu í Evrópu í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og Bretlandi.
Að auki hafa BYD og Sixt samþykkt að kanna tækifæri til samstarfs á ýmsum svæðum í heiminum, að því er segir í tilkynningunni.
Samningurinn er sóknarfæri fyrir BYD, sem leitast við að hasla sér völl í Evrópu. Bílaframleiðandinn hefur skráð sig í þrjá evrópska bílasöluhópa fyrir sókn sína á svæðinu.
Hedin Mobility verður dreifingaraðili fyrir BYD í Þýskalandi og Svíþjóð. Louwman Group í Hollandi og Christiansen Group mun dreifa bifreiðum BYD í Danmörku.
Umræður um þessa grein