Sex hjóla Bronco til sölu
Ætti maður 50 milljónir á lausu, yrði þessi þá fyrir valinu? Það er nú það! Nei, segi ég, en kannski aðrir séu spenntir fyrir sérsmíðuðum 6×6 Ford Bronco. Þetta er nú örugglega ekkert leiðinlegt apparat.
Hann var smíðaður í fyrra (2021 altsvo) og er ekinn innan við þúsund mílur. Það er svona eins og einn Íslandshringur. Hann getur örugglega farið nokkra hringi í kringum Ísland eða jafnvel farið yfir Ísland en fyrst þarf að koma honum til landsins. Hann er nefnilega í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Cleveland í Ohio.
Hann er til sölu á eBay og enn er, ótrúlegt nokk, ekkert boð komið í bílinn en það er sólarhringur til stefnu. Lágmarksboð er 299.000 dollarar en hægt er að kaupa hann einn tveir og þrír, og þá er verðmiðinn 349.000 dollarar. Það eru tæpar fimmtíu milljónir.
Vélin er 8 strokka og skilar 415 hestöflum en meira er ekki sagt um hana í lýsingunni.
Það er engin hætta á að ruglast á þessum bíl og einhverjum öðrum svipuðum því næsta víst er að enginn svipaður bíll er til. Þessi er nefnilega „one of a kind“ eins og seljandi skrifar.
Seljandi lofar einnig að bíllinn fái fleiri til að glápa en nokkur annar ofurbíll. Það er spes loforð miðað við hve lítið er búið að aka tækinu. En hvað um það! Hér má skoða fleiri myndir.
Fleiri sex hjóla bílar:
Sex hjóla raftrukkur í anda Transformers
Sex hjóla Tesla verður til
Draumabíllinn að fjallabaki – Mercedes G63 AMG 6×6
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein