Starfsfólk í lúguafgreiðslu hittir fyrir margar gerðir bílstjóra. Þeir eru ekki allir sniðugir en þeir eru efniviður í sögur sem starfsfólk hefur deilt. Tjah, og fyrrverandi starfsfólk (kannski af því að það deildi sögunum…).
Morgun…kaffið?
Starfsmaður á Tim Hortons-stað deildi örsögu af manni nokkrum sem kom snemma morguns til að fá morgunkaffið beint í bílinn. „Ég rétti honum kaffið en hann bað mig að bíða andatak. Hann tekur bjórinn úr glasahaldaranum og þambar það sem eftir er í dósinni, hendir henni út um bílgluggann, tekur við kaffinu, þakkar fyrir sig og ekur í burtu.“
Stórfurðulegt par
„Ég vann á McDonald’s í fyrra. Reglulega kom furðulegur karl í bílalaúguna. Hann va rmeð svakalegt skegg og var alltaf klæddur hnepptri Havaískyrtu. Við hliðina á honum, í farþegasætinu var plastbeinagrind með hatt. Ég hef enn ekki hugmynd um hvers vegna,“ skrifaði starfsmaðurinn.
Margt gerist á næturvaktinni
„Fyrsta alvöru starfið mitt á menntaskólaárunum var á Taco Bell, en skömmu áður hafði einn af yfirmönnum staðarins verið rekinn. Ég var á næturvakt þegar fyrrum yfirmaðurinn kom í lúguna, beindi byssu að mér og rændi öllum kanilsnúðunum. Hann tók heila plötu af kanilsnúðum inn um bílgluggann. Við bökuðum nýja snúða í hvelli. Hringdum ekki einu sinni í lögguna. Næturvaktirnar geta verið stórfurðulegar.“
Þú færð pizzu en ég fæ martraðir
„Viðskiptavinur pantaði sér pizzusneið eins og ekkert væri sjálfsagðara en hendur hans voru ataðar blóði. Hann virtist ekkert taka eftir því. Ég rétti honum aukaservíettur með pizzunni út um lúguna.“
Nýja lukkudýrið okkar
„Dag nokkurn rétti maður okkur Chihuahua hvolp gegnum lúguna. Sagði eitthvað sem hljómaði frekar illa, um að losa sig við dýrið ef við vildum það ekki. Sem b2etur fer var vaktstjórinn ekkert að stressa sig á þessu og litli hvolpurinn lék sér í kassa sem við setttum á gólfið fyrir hann. Litli bróðir vakstjórans tók hvolpinn svo að sér.“
Ís fyrir alla og dúkkurnar líka
„Vinkona mín vann í lúgusjoppu. Einhvern tíma kom kona og bað um ís í brauðformi. Fimm stykki. Þegar hún ók í burtu sást að hún var með fjórar dúkkur spenntar í sætisbelti aftur í bílnum.“
Apaspil
„Ég vinn á Arby´s í Indíana. Fyrir svona ári síðan afgreiddi ég konu sem var með gæludýr með sér. Gæludýrið var api og hann var með bleyju og í ól. Hún rétti mér apann, eins og ekkert væri eðlilegra. Þegar ég rétti henni skiptimyntina stökk apinn inn um gluggann, tók peninginn og stökk aftur út…“.
Snyrtimennskan í hávegum höfð
„Ég vinn á McDonald´s og þangað kemur reglulega fastakúnni. Í hvert skipti sem hann kemur að lúgunni er hann að raka sig með rafmagnsrakvél. Í hvert einasta skipti!“
Hinn kristni krossberi
„Í lúguafgreiðsluna til okkar á McDonalds kom maður með áberandi tattúveraðan kross. Starfsmaðurinn spurði hann út í tattúið og maðurinn svaraði því til hann væri sjálfur Jesús Kristur. Hann kvaðst kominn til að dæma heiminn, breyta vatni í vín og endurlífga hina látnu. Og honum var full alvara.“ Já, þegar svona mikið stendur til er alveg gráupplagt að byrja á að belgja sig út með máltíð úr sveittu eldhúsi McDonalds. Ekki satt?
Ástarsorg í lúgu
„Stúlka og kærasti hennar renndu upp að lúgunni, keyptu sér mat og óku á brott. Næsti bíll á eftir kom upp að lúgunni og bílstjórinn, ungur maður, var kominn langleiðina með að grenja úr sér augun. Í ljós kom að stúlkan í bílnum á undan var kærastan hans og var hún að halda framhjá með gaurnum sem var með henni.“
Dramatískara getur það nú vart orðið! Hvað þolir ein lúga margar slíkar uppákomur?
Má bjóða þér hnetur með þessu?
„Þegar ég var 15 ára vann ég á Tim Hortons í Nýfundnalandi. Viðskiptavinur ók upp að pöntunarkassanum og pantaði kaffi. Þá heyrði ég undarlegt hljóð sem minnti einna helst á hljóðin í fíl. Hann nálgaðist lúguna og viti menn! Á pallinum á pallbíl mannsins var fílsungi. Í bílalúgu. Á eyju í Norður-Ameríku. Ég varð svo ringluð að ég þorði ekki að minnast í fílinn í stofunni. Eða á pallinum öllu heldur.“
Eigðu kynngimagnaðan dag!
„Ég rétti fimtugum manni ís í brauðformi og hann spurði mig grafalvarlegur á svip hvort ég tryði á einhyrninga. Spurningin kom flatt upp á mig og áður en ég náði að svara hafði maðurinn skellt ísnum í brauðforminu á ennið á sér og ók í burtu í rólegheitunum.“
Fleira um mat og bíla og mat í bílum:
Etið í bílnum í 100 ár
Löggan og kleinuhringirnir
Þurfum við alla þessa glasahaldara?
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein