Sally seldist á rúmlega hálfan milljarð
aPorsche og teiknimyndaframleiðandinn Pixar unnu að alveg spes bíl en það er Porsche 911 Sally Carrera Edition. Sally er bíll úr teiknimyndinni Cars og er þetta því raunverulegur bíll byggður á þeim úr teiknimyndinni. Bíllinn var seldur á góðgerðaruppboði fyrir svimandi háa upphæð.
Uppboðið var haldið til styrktar Flóttamannahjálp SÞ og Girls inc. og rann því andvirði sölunnar á Sally beint í hið ljómandi góða málefni. Upphæðin var 3.6 milljónir dollara eða um 516 milljónir króna.
Þessu tengt:
Solla orðin að alvöru ökutæki
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein