Sumir bílaframleiðendur fá flippaðri hugmyndir en aðrir. Þegar Range Rover Sport 2014 var kynntur fyrir bílablaðamönnum á Englandi á sínum tíma, var þeim boðið að aka gegnum „bumbu“.
Framleiðandinn keypti gamla Boeing 747 þotu, gerði á hana op á nokkrum stöðum og bauð viðstöddum að láta reyna á „off road“ búnað bílsins á þennan óhefðbundna hátt.
Já, sennilega einhver frumlegasta prófun sem ég hef heyrt um og sannarlega var þetta „utanvegaakstur“.
Til að ökumenn fengju að finna rækilega hvernig stjórna mætti bílnum í þröngu rýminu var búið að planta einum gömlum og góðum Defender rétt fyrir innan dyrnar. Hindranirnar voru nokkrar, eins og sjá má á myndunum og í meðfylgjandi myndbandi.
Meira flipp frá sama framleiðanda:
Ók upp 999 tröppur
Nýr Range Rover Sport við Kárahnjúka
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein