Rafbíll Rolls-Royce fær líklega nafnið Silent Shadow
- Nýja gerðin mun birtast einhvern tímann á þessum áratug
Rolls-Royce skráði á síðasta ári vörumerkið „Silent Shadow“ eða „hljóðláti skugginn“ hjá þýsku einkaleyfastofunni, og líklega verður þetta heiti notað á væntanlegum rafknúnum bíl þeirra sem aðeins notar orku frá rafhlöðum.
Í viðtali við Bloomberg sjónvarpið staðfesti forstjóri Rolls, Torsten Müller-Ötvös, að fyrirtækið sé að vinna að sérsmíðuðum rafbíl.
Þó að hann vildi ekki gefa upp áætlaðan komudag, hefur Rolls-Royce áður sagt að rafdrifin gerð myndi koma fyrir lok áratugarins.
Silent Shadow nafnið endurómar Silver Shadow eða Silfurskugga frá árunum 1965-1980. Þrátt fyrir að Rolls-Royce hafi áður útilokað að gera tengitvinnbíl, þá hefur breski bílaframleiðandinn, sem er í þýskri eigu, færst nær fullum rafknúnum ökutækjum um nokkurt skeið.
Á bílasýningunni í Genf 2011 kynnti Rolls Royce rafútgáfu af síðustu kynslóð Phantom að nafni 102EX.
Meira nýlega, eða árið 2016, kynnti fyrirtækið hinn töfrandi framúrstefnulega 103EX hugmyndabíl sem var að fullu rafknúinn.
„Rafvæðing passar fullkomlega við Rolls Royce – hún er með tog, og hún er ofur-hljóðlaus“, sagði Müller-Ötvös. Það er rétt að hjá Rolls-Royce hefur hljóð frá mótornum í bílnum aldrei verið hampað í sölu.
Þess í stað hefur vörumerkið lengi lofað næstum þöglum akstri.
Reyndar er í auglýsingu Rolls-Royce frá 1958, sem goðsögnin í auglýsingaheiminum David Olgivy bjó til, sérstaklega fjallað um kyrrðuna í bílnum.
Og sú auglýsing er orðin það sem margir telja frægustu bílaauglýsingu allra tíma: „Á 60 mílna hraða kemur mesti hávaðinn í þessum nýja Rolls-Royce frá rafmagnsklukkunni“.
Kannski vilja þeir endurskoða þessa fullyrðingu þegar Silent Shadow verður frumsýndur.
(frétt á Autoblog)
Umræður um þessa grein