Porsche Taycan setur nýtt met rafbíla á Nürburgring
Porsche rafbíllinn náði þannig titilinum af Tesla Model S Plaid, sem setti fyrra met á síðasta ári
Einn er sá staður sem margir bílaframleiðendur horfa hýru auga til, og þá einkum með hraða í huga, en það er kappakstursbrautin í Nürburgring í Þýskalandi
Porsche hefur unnið óteljandi keppnir í kringum Nürburgring í sögu sinni og nú bætir hann við enn einum sigri með því að taka aftur hringmetið fyrir fjöldadaframleiddan rafbíl með Taycan Turbo S.
Með Porsche prófunarökumanninn Lars Kern við stýrið náði bíllinn sjö mínútna og 33 sekúndna hringtíma – og bætti fyrra met Tesla Model S Plaid frá árinu 2021 um tvær sekúndur. Tesla hafði þá sigrað fyrra met Turbo S sem setti met með tíma upp á sjö mínútur 42,3 sekúndur á árinu 2019.
„Við erum ánægð með að metið í Nürburgring í rafbílum er aftur komið í hendur Porsche,“ sagði Kevin Giek, varaforseti Taycan-gerðarinnar. „Þessi hringtími sýnir ekki aðeins hversu miklir möguleikar felast í nýja frammistöðubúnaðinum okkar, heldur staðfestir hann enn og aftur gen sportbíla Taycan.
Taycan var búinn 21 tommu RS-Spyder hönnunarfelgum og Pirelli P Zero Corsa dekkjum. Nýr Porsche Dynamic Chassis Control (PDCC) búnaður er settur á bílinn til að hámarka aukið grip sem nýju dekkin veita, enn sem komið er er þetta kerfi aðeins fáanlegt á þýska markaðnum. Burtséð frá nauðsynlegu veltibúri og kappaksturssætum var þetta algjörlega venjulegt framleiðslutæki. Bíllinn vó einnig það sama og framleiðslu Taycan og aflrásin var einnig óbreytt með 617 hestöfl í boði.
„Áður fyrr komust aðeins fullræktaðir ofursportbílar á 7:33 bilið,“ sagði Lars Kern. „Með nýja frammistöðusettinu gat ég ýtt enn meira og bíllinn var enn nákvæmari og liprari í ræsingu.
Taycan Turbo S er enn nokkuð langt frá hraðsasta tíma rafbíla, þó með hraða Volkswagen ID.R sem náði sex mínútum og 5,3 sekúndum tíma árið 2019.
(Vefur Porsche og Auto Express)
Vídeó sem sýnir bílinn setja brautarmetið:
Umræður um þessa grein