Porsche 911 tekst á við hæsta eldfjall í heimi
Porsche 911 er nú þegar talinn einn besti bíllinn til að keyra hratt á sérstökum hraðakstursbrautum og nú er Porsche að sýna okkur hversu fær hann er þegar vegurinn er ekki lengur til staðar og bara torfærur fram undan.
Porsche hefur tilkynnt að fyrirtækið sé að prófa 911 Carrera 4S í tilraunaútgáfu í hlíðum Ojos del Salado í Chile, hæsta eldfjalls í heimi.
Liðinu var stýrt af þolaksturskappanum og ævintýramanninum Romain Dumas, sem ætlaði að kanna takmörk 911-bílsins. Liðið náði næstum 20.000 feta hæð og ferðaðist um svæði þar sem hitinn fór niður í -30 gráður á Celcius.
Ófærir brattar af marglaga snjó og ís hátt uppi nálægt tindinum komu í veg fyrir að liðið klifraði lengra.
„Þetta var sannarlega eftirminnilegt og sérstakt augnablik á stað sem er bæði fallegur og grimmur á sama tíma – ég býst við að einu farartækin í heiminum hærra en við í dag hafi verið flugvélar! Fyrir liðið og bílinn snýst þetta um að læra – og það sýndi sig að bíllinn er sterkur og lipur.
Við vorum harðir við sjálfa okkur og settum bílinn í erfiðar aðstæður í fyrsta prófinu, en samt leið okkur vel“, sagði Romain Dumas, ökumaður 911 og leiðtogi liðsins.
„Við berum gríðarlega virðingu fyrir þeim sem hafa farið hærra.
Enginn okkar hefur séð jafn mikinn ís og snjó upp að toppi eldfjallsins, en þrátt fyrir það fórum við í yfir 6.000 metra hæð, að þeim stað þar sem brattar með ís og snjó þýddu að við gátum ekki farið lengra.
Við erum virkilega stolt af því hvað bíllinn og teymið voru megnug en þetta er jú fyrsta skiptið – vonandi getum við treyst á mörg fleiri ævintýri í framtíðinni“, segir Dumas.
Fyrir þetta ævintýri breytti Porsche ekki aflrásinni, þannig að báðir bílarnir voru knúnir sömu 443 hestafla forþjöppu flatri-sex strokka vél og sjö gíra beinskiptingu sem er í venjulegum Carrera 4S.
Bílarnir tveir voru búnir veltibúrum og sætum úr koltrefjum.
Til að takast á við erfitt landslag var öxlum breytt og bætt við til að auka í veghæð í 350 mm, torfæruhjólbarða og Aramid trefja undirvagnsvörn. Báðir bílarnir fengu einnig lægri gírhlutföll til að bæta viðbragð aflrásarinnar á lágum hraða.
Porsche bætti einnig við nýju tæki sem kallast Porsche Warp-Connecter, sem myndar „vélræna tengingu á milli allra fjögurra hjólanna til að leyfa stöðugt hjólaálag jafnvel þegar undirvagninn var að takast á við mikinn snúning – sem stuðlar að hámarks gripi. Að síðustu voru handvirkar, skiptanlegar mismunadriflæsingar notaðir ásamt stýrikerfi.
Hér eru svo nokkrar myndir frá leiðangrinum, sem sýna að aðstæðurnar á fjallinu voru alls ekki ólíkar því sem gerist hér á landi.
(grein á vef TORQUE REPORT)
Umræður um þessa grein