Polestar 4 árgerð 2023 verður meðalstór coupé-sportjeppi á viðráðanlegu verði
Polestar mun setja nýja 3-sportjeppann á markað árið 2022 og og 5-bílinn byggðan á Precept árið 2024, með almennari “crossover”-bíl þar á milli.
Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar, hefur gefið frekari upplýsingar um hvernig rafbílafyrirtækið mun auka framboð sitt í kjölfar frétta um að það verði skráð á Nasdaq verðbréfamarkaðinn að verðmæti 20 milljarða dollara.
Einnig kom fram í þessari tilkynningu að kínversk-sænska vörumerkið muni setja á markað annan sportjeppa sem verður hluti breiðari línu sem mun koma með þrjá nýja sportjeppa fyrir árið 2024.
Þeir munu koma í kjölfar 3, flaggskipsjeppanum, sem hleypt verður af stokkunum árið 2022 sem kraftmikla „tvíbura“ hins nýja rafdrifna arftaka Volvo XC90 og ári á undan framleiðsluútgáfu „Precept grand tourer“, sem nú hefur verið staðfest að verði kynntur undir heitinu 5 .
Í skuggamyndinni sem fylgir þessari frétt má augljóslega sjá að þar eru 3 og 5, og 4 mun augljóslega koma á milli þeirra tveggja hvað varðar stærð en með aukinni áherslu á aðgengi fram yfir beinlínis lúxus og afköst.
Ingenlath útskýrði að verðmunurinn á 3 og 4 muni skipta greina þá að. 3, útskýrði hann, er „bíll í stærð XC90“ (hann mun nota sama SPA2 grunn og Volvo systkini hans), sem „fyrir evrópskar stærðir er stór sportjeppi“.
Hins vegar hefur það „ekkert að gera“ með XC90 hvað varðar formið sjálft, því sá bíll mun hafa meiri loftfræðilega hönnun og „ótrúlega afstöðu og kraft“.
Þar af leiðandi mun 3 kosta meira en 75.000 evrur og verða settur á stall sem rafmagnsígildi flottari sportjeppa á borð við Porsche Cayenne, sagði Ingenlath. 4-bíllinn, hins vegar, verður verðlagður undir því verði til að höfða til breiðari markhóps.
„Þessi bíll er aðeins minni, já, en við munum ekki gera lítið úr innri lengdinni. Hann er örlítið nær jörðu og hefur aðeins meira af coupé gerð þaklínu og færir í raun vörumerkið í hluta sem, miðað við verðlag, mun ná 45.000 evrum á einhverjum tímapunkti einhvern tímann.
Bílarnir tveir verða „aðgreindir í skuggamynd“, staðfesti Ingenlath og munu bjóða upp á mismunandi innra umhverfi í samræmi við andstæður í verðlagi, en þeir munu deila „Polestar drifrás“ – líklega 402 hestafla tveggja mótora uppsetningin sem notuð er í toppgerðinni 2 – sem gerir þá „mjög öfluga“.
4-bíllinn, mun í grundvallaratriðum vera jeppajafngildi 2-bílsins, lagði hann til.
Þaklínan með coupé áhrifum bendir til þess að það verði útgáfa Polestar af svipaðri stærð og Volvo C40, sem notar sama CMA grunn og 402 hestafla drifrás og 2-bíllinn. Skilgreiningin, eins og hjá öllum Polestar-bílum, verður einkennandi slétt og mínímalísk stefna fyrirtækisins í hönnun, sem styðst mikið við loftaflfræði og stendur fyrir að kraftmikinn karakter.
(frétt á Autocar)
Umræður um þessa grein