Öskubíllinn, Jón Oddur, Jón Bjarni og Soffía
Öskubílar hafa löngum þótt áhugaverðir og eftir upprifjun á gamalli frétt um mann sem tók öskubíl traustataki á nýársnótt fyrir nokkrum áratugum er ekki laust við að öskubílar hafi nokkrum sinnum komið upp í hugann. Þá mundi ég eftir agalegu atriði!
Það rifjaðist nefnilega upp fyrir mér viðtal sem ég tók við rithöfundinn magnaða, Guðrúnu Helgadóttur. Blessuð sé minning hennar. Viðtalið birtist í Morgunblaðinu 2014 og ræddum við meðal annars um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna. Leyfi ég mér að grípa niður í áðurnefnt viðtal:
„Vinsældir þessara uppátækjasömu tvíbura urðu slíkar að Guðrún varð að skrifa meira um þá. „Þessar sögur náðu þjóðinni og ég fékk upphringingar frá sjómönnum á hafi úti sem grátbáðu mig að halda áfram að skrifa,“ segir Guðrún sem tók óskum fólks vel. Ári síðar, 1975, kom út bókin Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Þriðja bókin, Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna kom út árið 1980 en sögurnar hafa ratað bæði á hvíta tjaldið og á fjalir leikhússins við mikinn fögnuð barna og fullorðinna í gegnum tíðina.“
Öskubílsgabbið hræðilega
Það var einmitt í kvikmyndinni um þessa frábæru tvíbura sem nærmynd er af öskubíl. Alveg ferlegt atriði en samt svo gott. Kvikmyndin er frá því herrans ári 1981 og horfið nú vel á öskubílinn!
Einn öskukarlinn á þar þessi fleygu orð: „Við erum bara að taka rusl, við tökum ekki börn.“
Fleira tengt öskubílum:
Sigga á öskubílnum
1961: Skemmti sér á öskubílnum á nýársnótt
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein