– Þrír efstu í aðalkeppninni og í hverjum flokki tilkynntir
Lokaáfanginn í keppninni um „heimsbíl ársins“ eða „World Car of the Year“ færist nær. Í gær var tilkynnt hvaða bílar eru í þremur efstu sætunum. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar hafa verið settar í töflu af endurskoðunarfyrirtækinu KPMG.
Eftir örfáar vikur verða sigurvegararnir í öllum sex flokkunum tilkynntir í beinni útsendingu á alþjóðlegu bílasýningunni í New York 2022, eða nánar tiltekið miðvikudaginn 13. apríl 2022.
Dómnefnd, sem samanstendur af 102 virtum alþjóðlegum bílablaðamönnum frá 33 löndum, valdi bíla með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Þrír efstu í úrslitum heimslistans í hverjum flokki eru:
Heimsbíll ársins
Rafbíll ársins
- Audi e-tron GT
- Hyundai Ioniq 5
- Mercedes-Benz EQS
Borgarbíll ársins
- Opel Mokka
- Toyota Yaris Cross
- Volkswagen Taigun
Lúxusbíll ársins
- BMW iX
- Genesis GV70
- Mercedes-Benz EQS
Sportbíll ársins
- Audi e-tron GT
- BMW M3/M4
- Toyota GR86 / Subaru BRZ
Hönnun ársins
- Audi e-tron GT
- Hyundai Ioniq 5
- Kia EV6
Óskum hverjum sem er í úrslitum til hamingju.
Árið 2022 er 17. árið sem World Car Awards er í samstarfi við Alþjóðlegu bílasýninguna í New York.
„Við erum stolt af því að vera hluti af þessu mikilvæga vali,“ sagði forseti Alþjóðlegu bílasýningarinnar í New York, Mark Schienberg. „Við hlökkum til að koma aftur í vor og tilkynna sigurvegara í beinni útsendingu á bílasýningunni í apríl.
Þó að síðustu tvö ár hafi verið krefjandi fyrir alla eru bílakaupendur tilbúnir til að koma og upplifa öll þau ótrúlegu nýju farartæki og tækni sem iðnaðurinn hefur upp á að bjóða.
Innilega til hamingju og gangi ykkur öllum vel!“
(frétt á vefsíðu World Car Awards)
Umræður um þessa grein